lørdag 27. januar 2007

Hæhó

Jæja, núna er kalt. Í gær morgun var -26°c og rok þannig að ekki var var unnið úti, og hvað fór ég að gera þá ? Jújú ég fór náttúrulega bara að reyna koma yl í Svalbarðskar húsmæður. Svo virtist sem frosið væri í leiðslum í öðruhverju húsi hér í Longyearbyen, þannig að við vorum á þönum um allan bæ með spenni og rafsuðukapla að þýða langt fram á kvöld.
Þetta gaf mér ágætis tækifæri til að sjá hin og þessi heimili hjá innfæddum...og hver er niðurstaðan ? Jú þessi heimili eru eins og hver önnur heimili á Íslandi, sum sóðaleg og slitinn en önnur ný gegn tekin og þrifaleg.

Í gær smakkaði ég dularfullt kjöt, þetta var lambalæri, sem einhver hafði sett á borðið í vinnunni og vasahníf hjá, þetta virtust vera þurkað og saltað, ég held ekki reykt. Bragðið var svolítið líkt og af ljósri Essó koppafeiti (þessi ódýra).

Nú fer að nálgast að sólin láti sjá sig, á mánudaginn líkur pólarnóttinni formlega og tímabil ljósaskipta tekur við, það er þegar sólin er -6-0° undir sjóndeildarhringnum. Sólin sést svo 16. febrúar...ef það sést til sólar :)

Kveðja Olgeir

1 kommentar:

Anonym sa...

Jeijj!!! þið bara komin með bloggsíðu! :) mikið rosalega er gaman að geta fylgst með ykkur :) hafið það gott og passið ykkur á ísbjörnunum! :) bestu kveðjur Hrafnhildur :)