fredag 28. september 2007

UNIS árbókin fyrir vorönn 2007 var að koma á netið.. endilega kíkið á það: Vorönn 2007

torsdag 27. september 2007

Á sjó..

Þá er þessum sjótúr lokið. Við fórum út á mánudagsmorguninn og komum aftur í land á miðvikudagskvöldið, sem sagt hálfgerður örtúr. Ágætis túr samt, eða bara svona eins og sjótúrar eru að jafnaði. Við fengum fínt veður framan af en svo fór að blása um það leyti sem við vorum að snúa heim. Skipið heitir Johan Ruud og er í minni kantinum eða svona rétt minni en Bjarni Sæm. Þessi skip eru nú öll voða svipuð þannig lagað séð og eiginlega áhafnirnar líka hehe. Þetta eru allt sömu týpurnar, kokkarnir eru eins, bátsmennirnir eru eins, hásetarnir eru eins og svo framvegis. Einnig eru brandararnir svipaðir og alltaf eru það kokkarnir sem mest grín er gert að.

Í þessum kúrsi sem fór í þennan túr þá erum við bara 3 nemendur og höfðum við með okkur 3 kennara, heila áhöfn og skip. Ekki slæmt það hehe.

Í næstu viku fer ég svo aftur í annan felt kúrs. Þá verður farið að Takvatni og gist í hyttu þar við. Það verður eflaust gaman og ágætis tilbreyting að fara í ferskvatnsfelt en ekki alltaf þessa endalausu sjótúra.

Skólinn er orðinn geðveikur og það er allt of mikið að gera. Í öllum kúrsum eru verkefni komin á fullt sving og ég veit ekki hvað. Sýnin mín komu líka öll í einu í gær til Tromsö. Einn sýnapakkinn kom flugleiðina frá USA og tveir sýnapakkar komu sjóleiðina frá Svalbarða með Jan Mayen. Ég hef auðvitað engan tíma til að sinna þeim í bili þannig að þau fara bara upp í hillu.

Olli fer í ferð með vinnunni sinni á föstudaginn og verður fram á laugardag. Þeir fara yfir til Sommeröy og svamla þar í heitum potti (sem er kallaður badestamp á norsku hehe) og snæða dýrinds steikur.

Annars bara jám.. bleh.. set kannski inn myndir úr túrnum.

kv
Ragga

mandag 17. september 2007

ohh.. *hrollur* ... pestó eða grandiosa.. aldrei aftur! Að minnsta kosti ekki fyrr en í næstu viku :p

Svo lufsuðumst við til að setja inn nokkrar myndir í hið nýfundna myndaalbúm.

Myndalinkurinn fundinn

Hér með tilkynnist að myndasíðulinkurinn er fundinn. Vegna ábendingar frá glöggum lesanda hófs mikil leit að hinum mæta link. Hann fannst sem betur fer heill á húfi. Ástæða brotthvarfsins er talið vera svokallað "fikt". "Fikt" er stórhættulegt og ber að meðhöndlast sem slíkt, helst með hlífðargleraugum og gúmmíhönskum.

Nefndin

mandag 10. september 2007

Helgin..

var bara róleg hjá okkur. Við fórum í grillveisluna hjá NFH og Olli vann bjórkippu þannig að við fórum heim með einum fleiri bjór en við komum með. Á laugardaginn rákumst við svo inn á garðsölu í næstu götu. Þar var rússnesk kona að selja innbúið sitt. Það er skemmst frá að segja að við komum heim með eitt stykki hægindastól:


pullan var reyndar svo ógirnileg að við pökkuðum henni í kassa og settum Rúdolf í staðinn :)

Með í kaupunum fylgdi líka nýr meðleigjandi.. hún Laufey:



Hún prýðir nú stofuna okkar ásamt rússnesku súkkulaði og fyrrum forsetum Sovétríkjanna :p Þá fengum við reyndar í Barentsburg í vor.



Annars þá er það bara daglegt amstur sem á hug okkar allan um þessar mundir.

Ha det bra :D
kv
Ragga

torsdag 6. september 2007

Andlaus

Heitir það ekki að vera andlaus þegar andi til skrifta kemur ekki yfir mann. Á daginn þegar ég er að leggja mis skemmtileg rör þá er ég yfirleitt búinn að semja þrusu fín og fyndin blogg í huganum. En þegar heim er komið er hausinn galtómur og ég hef ekki nokkra löngun til bloggskrifta.

Annars er allt gott að frétta hér. Gengur allt svona ágætlega. Mikið að gera hjá Röggu í skólanum og hamagangur hjá mér í vinnunni. Samt höfum við nú aðeins getað kannað umhverfið hér í grendinni. Síðasta laugardag fengum við okkur hjólatúr út á Kvalöy í fínu veðri. Þess má geta að þetta var fyrsti regnlausi dagurinn í mjög langan tíma. Kvalöy er falleg og stærri en það að maður nái að skoða hana á hjóli á skömmum tíma. Við þurfum að kíkja á hana betur þegar við verðum orðin bílvædd.
Einnig erum við að uppgvötva verslunarkjarna hér og þar með heldur lægra verði en í smábúðunum hér í grendinni. En það verður að játast að það er helvíti dýrt að borða hérna, töluvert dýrarara en á Íslandi þótt það slái nú ekki Svalbarða við.

Í gærkvöldi fórum við í heimsókn til forsprakka Íslendingafélagsins Hrafnaflóka sem er hér í Tromsö. Það var fínt að geta spjallað aðeins og fræðst um ýmislegt. Ágæt tilbreyting að spjalla á Íslensku, maður er hálf fatlaður í norskunni ennþá, nær ekki öllum bröndurum þó maður skilji nú töluvert. (En það kemur nú ekki að sök því að Norðmenn eru nú ekkert mikið í bröndurunum)

Annað kvöld erum við á leið í grill hjá NFH (Norges fiskeri höyskole, held að það sé skrifað svona). Það verður ábyggilega fínt. Svo verð ég vonandi ekki að vinna á laugardaginn þannig að þá er spurning um að kíkja á Pólarsafnið sem við rákumst á um síðustu helgi. En meira um það síðar.

Kveðja
Olgeir