onsdag 30. april 2008

Hitamet

Mörg hitamet voru slegin í dag í norður Noregi í dag, hæst mældist 19,8° C þannig að tuttugu gráðu markið var ekki slegið. Hér í Tromsö fór hitinn í 17° C. Vorið langþráða er því sennilega komið. Reyndar er töluverður snjór ennþá en hver segir að snjór geti ekki verið sumarlegur.

Kv. Olgeir og Ragga

mandag 28. april 2008

Vor ???

Ég hugsa að vorið sé komið núna, búið að vera gott veður í þrjá daga. Snjórinn bráðnar hratt, trén að bruma, máfarnir að æra allt og alla og ég komst á hjóli í vinnuna í morgun.

Kv. Olgeir

mandag 21. april 2008

1m

Mæld snjódýpt á Tromsö fór yfir 1m í morgun og spáð er éljagangi út vikuna. Hugsanlega rigning á laugardaginn, en það gengur örugglega ekki eftir. Eðli spálíkanna er að hækka hitastigið í lokinn hef ég heyrt frá fróðu fólki. Hvar endar þetta eignlega.
Ef þið sjáið vorið þarna suður á Íslandi þá meigið þið reka á eftir því hingað.
Kv. Olgeir

torsdag 17. april 2008

Eldur í kolanámu á Svalbarða

Ég sá í fréttunum að það kom upp eldur í kolanámunni í Barentburg á Svalbarða í morgun. 29 manns björguðust út enn þriggja er saknað. Það er skammt stórra högga á milli hjá blessuðum Rússunum á Svalbarða. Ég rakst á þessa upptalningu á námuslysum á Svalbarða og læt hana fylgja hér. Ég hef reyndar grun um að það vanti öll slys sem gerðust fyrir 1948, þau eru örugglega nokkur.
Fakta om gruveulykker på Svalbard
* 3. juli 2005: En 34 år gammel mann fra Troms omkom av oksygenmangel i Svea Nord.
* 22. januar 2003: En 34 år gammel mann døde etter en gruveulykke i Svea Nord. En steinblokk falt i gruva og traff mannen.
* 4. juli 2000: En mann i slutten av 40-årene omkom i en gruveulykke i Svea Vest da gruvegangen raste sammen over ham.
* 18. september 1997: 23 russiske og ukrainske gruvearbeidere omkom i en eksplosjon i en gruve i Barentsburg. Dette er den alvorligste gruveulykken noen gang på norsk jord.
* Fra 1990 til 1997 omkom til sammen ti mennesker i enkeltulykker i russiske gruver i Barentsburg og Pyramiden.
* I 1991 og 1995 var det enkeltulykker i norske gruver. En person omkom i hver av ulykkene.
* I 1989 omkom fem personer i en kraftig eksplosjon i en russisk gruve i Barentsburg.
* De største ulykkene i norske gruver har skjedd i Ny Ålesund:
* I 1948 omkom 15 mann i en eksplosjonsulykke.
* 7. januar 1952 omkom 15 mann i to forskjellige gruveulykker
* 19. mars 1953 mistet 19 mann livet i en eksplosjonsulykke.
* 5. november 1962 skjedde den såkalte Kings Bay-ulykken. I alt 21 menneskeliv gikk tapt i en eksplosjon da gass ble antent. Kings Bay førte til regjeringskrise og statsminister Einar Gerhardsens avgang. Gruvedriften i Ny Ålesund ble aldri gjenopptatt. (©NTB)

Annars er lítið að frétta héðan. Í morgunn þurfti ég að skafa um 30cm snjó af bílnum. Þessi ofankoma bættist við 75cm sem fyrir voru hér í bænum. Ég hélt að það væri að koma vor, búinn að gera reiðhjólið klárt og sjá útsprunginn fífil.

Það var örlítill hálka í morgun. Ég kom að venju í vinnuna á Volvónumm og lagði í einkastæðið mitt sem er í töluverðri brekku. Drep á, set í handbremmsu, gír og snara mér út úr bílnum og skelli hurðinni. Við hurðarskellinn leggur Vollinn af stað afturábak og stoppar ekki fyrr en hann er þeversum á götunni. Mér brá ögn enn fann mér svo láréttara stæði. Svona getur hálkan verið hér.

Kveðja Olgeir

mandag 14. april 2008

Komin heim aftur

Þá er ég komin heim aftur úr túrnum til Lofoten. Þetta var ágætistúr og við gerðum helling af alls konar talningum og tilraunum. Ég setti inn myndir fyir þá sem hafa áhuga á því.

Annars allt tíðindalaust. Það snjóar og bráðnar á víxl og alltaf bætast fleiri fuglar í hópinn sem bendir til að vorið gæti komið á endanum.

kv
Ragga

søndag 6. april 2008

Ýmislegt

Lítið verður bloggað næstu vikuna þar sem tölvan skreppur á sjóinn, í fylgd Röggu að sjálfsögðu. Ég er að spá í að draga hjólið mitt upp úr geymslunni í vikunni og gera það klárt. Vona svo að veðurguðirnir bænheyri mig og komi með vorið.

Í gær hnýtti ég ögn í atvinnubílstjóra og mótmæli þeirra. Það eru viss atriði sem ég er sammála þeim með eins og kröfur um aðstöðu við vegina og afhverju ekki eru ökuritar í strætisvögnum, póst og sorpbílum. En það að reyna að fá undanþágu frá hvíldartíma og fá leyfi til að vinna lengri dag er eingönu til þess fallið að skerða kjör þeirra. Það virðist vera algengt að fólk líti svo á að mikil vinna sé það sama og góð laun. Góð laun eru laun sem þú aflar á eðlilegum vinnudegi og lifir af. Svo lengi sem fólkið í landinu gerir bara kröfur um að fá að vinna nógu mikið til að lifa af hækka launin seint og atvinnurekendur ganga á lagið. Í það minnst þeir atvinnurekendur sem ekki átta sig á því að framleiðni starfskrafts minnkar töluvert ef vinnudagur er lengri en 8 tímar. Mér fannst einn punktur ansi góður sem kom frá talsmanni bílstjóra, en það var að alþingismenn meiga setja lög þrátt fyrir endalausar vökur og fundarhöld.

Olían er vissulega dýr á Íslandi en hún er reyndar dýr allstaðar í heiminum í dag og kannski ekki við Íslenska ríkið að sakast þar. Ég borga í það minnsta töluvert meira fyrir líterinn hér í Noregi eða sirka 194 ikr. og launin eru nú bara svipuð og á Íslandi. Og ekki er það að sjá á norska vegakerfinu að bensínskattinum sé dælt í það.
En ég er sammála honum Sævari félaga mínum um að efnahagsmálum á Íslandi þurfi að mótmæla. Ef mótmæli atvinnubílstjóra geta hvatt aðra hópa til að láta heyra í sér þá er það ágætt.

En í lokin er kannski rétt að taka fram, svona til að tryggja fjörugar umræður, að það þarf nú ekkert endilega að byggja álver og virkjanir til að bæta efnahaginn, allavegana ekki strax.


Læt þetta nægja þessa vikuna.
Kv. Olgeir

fredag 4. april 2008

Atvinnubílstjórar, lítil samúð frá mér

Ég hélt í einfeldni minni að atvinnubílstjórar væru að reyna að fá meiri hvíldartíma og betri vinnuskilyrði.
Þessir bílstjórar virðast ekki stíga í vitið. Ætli þeir óski næst eftir lóðum undir moldarkofa og útkamra.
Við skulum vona að þeir drepi engann nema sjálfan sig, sofandi undir stýri.
Það er ekki að ástæðulausu að lög um hvíldartíma eru eins og þau eru.

Kveðja
Olgeir

ilæmfA

Síðustu daga hafa ansi margir átt afmæli í kringum okkur Röggu. Mamma átti afmæli 2. apríl, ég og amma hennar Röggu í gær og svo töluvert af öðru frændfólki. Til hamingju öll.
Svo á hann Haukur félagi minn afmæli í dag. Til hamingju Haukur. Ég heyrði útundan mér að hann hafi viljað fá hund í afmælisgjöf (að sjálfsögðu ólarlausan og óskráðan). Einnig frétti ég af honum þar sem hann var að skoða torfærumótorhjól (óskráð og með landakorti af Reykjanesskaga, auðvitað). Já, örðruvísi mér áður brá ;)

Kv. Olgeir

tirsdag 1. april 2008

Apríl

Þar sem nýr mánuður er genginn í garð þá er við hæfi að skipta út vísdómsorðum mánaðarans.

Hvað er annars í gangi.. af hverju líður tíminn svona hratt?? Oooog það snjóar og snjóar og snjóar..