søndag 20. mai 2007

17. maí

17. maí er þjóðhátíðardagur Norðmanna. Fyrst vöknuðum klukkann sjö við trumbuslátt. Ég leit út um gluggann og sá mann marsera niður götuna og slá takt. Þetta var til að vekja í fyrstu hátíðarhöld dagsins. Klukkann hálftíu vöknuðum við aftur og þá við blástur lúðrasveitar Store Norsk. Þeir spiluðu það lengi hér í Nybyen að maður komst ekki hjá því að vakna og gera sig kláran í skrúðgöngu. Rétt fyrir ellefu vorum við svo farinn að marsera í þeirri lengstu skrúðgöngu sem ég hef séð. Það hefur ábyggilega verið megin þorri landsmanna í henni. Allir voru mjög fínt klæddir, karlar í jakkafötum og konur í þjóðbúningum. Dagurinn virtist vera tekinn mjög hátíðlega miðað við klæðaburð. Eftir skrúðgönguna var svo kaffi og kökur fyrir alla í íþróttahúsinu.

Kv. Olgeir

Ingen kommentarer: