lørdag 26. januar 2008

Að byggja, framhald 2.

Byggingarefnisþjófarnir náðust á föstudaginn. Löggan náði þeim á lagernum sínum út á Kvaleyju og handtók þá. Það þurfti margar ferðir með vörubíl til að flytja þýfið í burtu slíkt var magnið. Þarna var víst flest af því sem hefur verið stolið frá hinum ýmsu byggingarsvæðum í Tromsö síðustu mánuðina.

Ég setti inn örfáar myndir núna áðan, meðal annars nokkrar úr göngutúr í dag.

Kveðja
Olgeir

1 kommentar:

Anonym sa...

Það rifjaðist upp fyrir mér þegar ég sá púsluspilið að einhverntíman fyrir mörgum árum gáfum við systkinin mömmu púsluspil í 1000 hlutum í afmælisgjöf. myndin var heldur snúin því hún var af fólki sem stóð á miðjum blómaakri þar sem allt var gult nema fólkið sem stóð í miðjunni. Ég minnist þess ekki að hún hafi nokkrusinni opnað kassann til að raða þessu saman.

kv. Haukur