tirsdag 19. februar 2008

KRAZ

Ef einhver hefur áhuga á Rússneskum (Sovéskum) trukkum þá er hér fín krækja á auglýsingar mynd um KRAZ trukka, sennilega mynd frá um 1980 eða rétt þar eftir. http://www.youtube.com/watch?v=KF_AeYIwnf8&feature=related
Annars sýnist mér Rússland vera málið ef maður vill fá að jeppast út í óspilltri náttúrinni, allavegana hægt að finna ansi mikið af drullumalls myndum þaðan á netinu.

Armar óheiðarlegra íslenskra fyrirtækja geta verið langir. Um daginn var ég að spjalla við finnskan smið sem er að vinna í blokkinni góðu. Hann hafði verið að vinna á Íslandi árið 2002 sem smiður. Hann vann hjá litlu fyrirtæki og var að byggja hús í Grafarholtinu og víðar. Allt í góðu með það hann fékk sitt kaup og launaseðla og fór ánægður til Finnlands. Núna í janúar fékk hann svo bréf frá skattinum í Reykjavík og rukkun upp á 4000 evrur sem var nánast meira en hann þénaði þennan tíma sem hann var á Íslandi. Þá kemur það í ljós að fyrirtækið sem hann vann fyrir hafði ekki borgað staðgreiðsluna, sem það dró af honum, til skattsins. Þar að auki fór svo fyritækið á hausinn rétt eftir að hann fór frá landinu. Núna 6 árum síðar fær hann svo rukkun fyrir skattinum með vöxtum og öllu tilheyrandi. Hann átti sem betur fer ennþá launaseðlana og sendi afrit af þeim til Íslands og núna vonar hann að þetta reddist.
Ég hélt nú að það ætti ekki að sækja svona til launþegans heldur fyrirtækisins eða forsvarsmanns þrotabúsins.
Ef einhver veit eitthvað um svona mál væri fínt að fá komment.

Við fórum á þorrablót Íslendingafélagsins á laugardaginn var. Það var ansi fínt og fínn þorramatur. Það hafði gengið ágætlega að fá matinn sendan til Tromsö og kannski sakaði ekki að Íslendingur vinnur í böggladeild póstsins hér. Við skemmtum okkur vel og fórum með þeim síðustu. Ég að vísu áttaði mig á því þegar ég kom heim að ég hafði drukkið í það minnsta fimm kaffibolla með pönnukökunum sem voru eftir matinn (var á bíl) og sofnaði því ekki fyrr en undir morgun.

Læt þetta nægja í bili.

Kveðja Olgeir

2 kommentarer:

Anonym sa...

Það er ekki ósennilegt að launaseðlarnir reddi honum. Í það minnsta redduðu þeir mér á sínum tíma þegar ég fékk svona trakteringu frá skattinum.
kv. Haukur

Anonym sa...

Aðeins meira, það þýðir ekki að reyna að flýja undan skattinum innan norðurlandanna því það eru samningar milli landanna sem tryggja það að skatturinn innheimtist hvar sem maður er á norðurlöndunum. Ég ætlaði einhverntíman að reyna að sleppa undan dönskum skatti á Íslandi en var varaður við að reyna það út af samningunum.

kv Haukur