fredag 16. februar 2007

Fastbúandi

Jæja, þetta hefur verið nokkuð viðburðaríkur dagur hjá mér.

Morguninn byrjaði nokkuð hressilega hjá mér, eða það hefði geta orðið hressilegt en slapp fyrir horn. Ég var að keyra í vinnuna, var rétt kominn til móts við búðina, þá hendist eitthvað upp á veginn. Mér brá svakalega og undirmeðvitundin var búinn að nauðhemla áður en ég áttaði mig á hvað þetta var. Þetta var sem sagt hreindýr sem snaraðist upp á veginn rétt fyrir framan mig. Það munaði ansi litlu að ég lenti á því, mjög litlu. Þökk sé herra TOYOTA sem framleiddi þennan máttlausa grútarbrennara sem ég er á. Ég hef ekki enn fundið nógu langann veg hér í Longyearbyen til að koma greyinu yfir 60km/klst.

Í hádeginu fórum við á Likningskontorinn. Ég ætlaði að sækja um skattkort, sá einhversstaðar að maður þyrfti svoleiðis í Noregi. En þá gilda víst ekki sömu reglur hér á Svalbarða og maður þarf ekki skattkort. Enda tekur því varla að borga þennann skatt sem hér er lagður á mann, rétt rúm 19%.
En í þessari sömu ferð skráðum við okkur fastbúandi á Svalbarða. Það var nú ekki flókanara en svo að við sögðumst vera staðráðin í því að vera hér út sumarið. Þetta kennir manni að maður á alltaf að bæta aðeins í, maður getur alltaf dregið í land seinna. Þetta þýðir að núna get ég fengið leyfi til riffilkaupa.

Vélsleðar. Ég hringdi í nokkrar auglýsingar áðan, svona til að kanna verðin. Út frá þessu sá ég að verðið, sem var sett á sleðann sem ég skoðaði um daginn, var nokkuð gott. Ég ákvað í framhaldinu að hringja aftur í eigandann af þeim sleða svona til að athuga hvort hann væri nokkuð seldur. Sleðinn var ennþá til. (þökk sé lélegum flugsamgöngum, Svalbardpósturinn sem þessi auglýsing var í kom ekki fyrr en þrem eða fjórum dögum of seint). Ég prófaði að bjóða 13.000 Nkr. í sleðann, ásett var 16.000 Nkr, og endaði með að kaupa hann á 14.000 Nkr., sem eru svona um 154.000 Íkr. Ég fæ sleðann næsta föstudag þegar eigandinn kemur hingað til Svalbarða. Sleðinn heitir Ski-Doo Grand Touring 700 árgerð 2001. Þokkalegur sleði en svolítið mikið ekinn.

En nú er best að fara að sofa, laugardagsvinna á morgun.

Kveðja
Olgeir

4 kommentarer:

Anonym sa...

Til hamingju með sleðann. Maðurinn í Færeyjum er búinn að hringja grátandi og segja mér með kvörtunartón að "Olli mátti kaupa sleða"... hmmm "já hann er á Svalbarða en ekki Færeyjum".... Ég held hann sé á leiðinni til þín Olli, passaðu þig bara ef einhver bankar gæti það verið hann....

Anonym sa...

þið hljótið að finna gammlan LAND ROVER sem kemst í það minnsta í 65

Anonym sa...

Til hamingju með sleðann.....

Anonym sa...

Til hamingju með sleðann..... Benni (gekk svo hratt þarna áðan að ég náði ekki að kvitta)