mandag 18. juni 2007

17. júní á Svalbarða

Gleðilegan þjóðhátíðardag.

Í tilefni dagsins fórum við í göngutúr upp á Platåberget sem sést hérna beint frá glugganum okkar. Við höfum ætlað að fara þetta nokkuð lengi en létum loks verða af því í dag þar sem veðrið var með eindæmum gott. Sólin skein í heiði og það var næstum vindlaust. Einnig held ég að hitinn hafi verið um 8°C sem er nokkuð gott.

Myndir úr göngutúrnum eru komnar inn á myndasíðuna.

Í kvöld bökuðum við svo kökur til að gera daginn enn hátíðlegri :p og meira að segja þá kom frægt fólk í heimsókn og borðaði af kökunum okkar. Það voru tveir meðlimir hins alræmda gengis Frosen Five en þau voru einmitt að koma úr örlitlum göngutúr í fyrradag. Þau gengu ekki nema 1050 km á 77 dögum. Nokkuð gott það. Í tenglasafninu okkar má finna linki inn á síðuna þeirra.

Önnur síða sem vert er að skoða er síðan hennar Laurel sem bjó með okkur hérna í Brakke 3. Núna er hún í Síberíu, nánar tiltekið Cherskiy þar sem hún vinnur á Permafrost rannsóknarstöð. Þar nota þau 12 tonna skriðdreka til að líkja eftir áhrifum mammúts á gróðurlendi. Skemmtileg lesning en samt algerlega klikkað! Linkinn má líka finna hér

Kærar kveðjur,
Ragga og Olli

1 kommentar:

Anonym sa...

Já gleðilega hátíð sömuleiðis!

Vó ég kíkti aðeins á þessa síðu og þetta er alveg klikkað eins og þú segir :) Las nú ekki allt en það sem ég las var freeeekar merkilegt, mammútar fara jú ekki varlega og þá fara þau eðlilega ekki heldur varlega!