mandag 10. september 2007

Helgin..

var bara róleg hjá okkur. Við fórum í grillveisluna hjá NFH og Olli vann bjórkippu þannig að við fórum heim með einum fleiri bjór en við komum með. Á laugardaginn rákumst við svo inn á garðsölu í næstu götu. Þar var rússnesk kona að selja innbúið sitt. Það er skemmst frá að segja að við komum heim með eitt stykki hægindastól:


pullan var reyndar svo ógirnileg að við pökkuðum henni í kassa og settum Rúdolf í staðinn :)

Með í kaupunum fylgdi líka nýr meðleigjandi.. hún Laufey:



Hún prýðir nú stofuna okkar ásamt rússnesku súkkulaði og fyrrum forsetum Sovétríkjanna :p Þá fengum við reyndar í Barentsburg í vor.



Annars þá er það bara daglegt amstur sem á hug okkar allan um þessar mundir.

Ha det bra :D
kv
Ragga

3 kommentarer:

Anonym sa...

Hæ hó jibbí jei og jibbí jei.
Skilaði lokaritgerðinni í dag.
kv.
ET

Haukur sa...

Hvernig er það skilduð þið myndasíðuna ykkar eftir í Ameríku? Ég er búinn að leita að henni í listanum hér til hliðar en án árangurs. Það getur reyndar verið að ég hafi skafið tengilinn af þegar ég skóf hrímið af skjánum hjá mér því það er sko kominn vetur hér.
kv. Haukur

Anonym sa...

hmm.. sidustjori hyggst skipa nefnd til ad finna tengilinn.. hann er horfinn sporlaust.. thetta er haalvarlegt mal..

hilsen
Sidustjori