torsdag 25. september 2008

Í fyrrakvöld fórum við Olli í kvöldgöngu í skóginum eins og svo oft áður. Mætti okkur þá gríðarstór froskur, eða alveg 15 cm flykki. Ég hafði ekki hugmynd um að þeir lifðu svona norðarlega. Kannski var þetta ævintýraprins í álögum. Hver veit!?!

Í morgun var snjór niður í miðjar hlíðar allt í kringum okkur og frostskæni á pollum. Held meira að segja að það sé spáð snjókomu í næstu viku. Sennilega er haustið þá bara búið, stutt gaman það.

Kv,
Ragga

Ingen kommentarer: