Það fer allur tími í að fylgjast með fréttum þessa dagana og því lítill tími til blogg skrifa. Ástandið ekki sem bjartast á Íslandi og ekki laust við að maður velti því aðeins fyrir sér hvort það sé sniðugt að koma heim um áramótin. Einfaldast og ódýrast fyrir okkur væri að Noregur mundi innlima Ísland, þá kæmumst við ,,fræðilega séð" heim án þess að hreyfa okkur spönn frá rassi. Annars held ég að maður láti ekki kreppu á sig fá og komi heim fullur bjartsýni um áramótin og fá sér vinnu, eða skapi sér vinnu ef ekki vill betur, við áþreifanlega hluti.
Kv. Olgeir
Abonner på:
Legg inn kommentarer (Atom)
Ingen kommentarer:
Legg inn en kommentar