tirsdag 7. oktober 2008

Merkileg þessi umfjöllun á NRK1. Ótrúlegt viðtalið við Má Másson.. eða ótrúlegt, það er auðvitað engin leið að verja þessa vitleysu.

http://www1.nrk.no/nett-tv/indeks/146301

4 kommentarer:

Anonym sa...

Sæl og blessuð. það segja margir úff þessa dagana, en það sem er að koma í ljós er að pappír er einskins virði nema að á honum standi merkileg orð og vel röðuð. Íslenska spilaborgin (útrásin) er hrunin og við eigum eftir að sjá sambærilega hluti í öðrum löndum. Eftir stendur samt sem áður fiskurinn í sjónum og orkan í vatninu heita og kalda. Og þegar öllu er á botnin hvolft þá þýðir þetta sennilega "Good by Benedorm hello Bókasöfn". Það er í raun ekki svo slæm skipti. Með kreppukveðju Sævar

Anonym sa...

Þegar ég var búinn að senda commentið þá sá ég vísdómsorð mánaðarins. Kaldhæðnislegt en við Íslendingar hefðum betur haft þennan málshátt að leiðarljósi undanfarin ár. kv Sævar

Anonym sa...

Sæll

Já, þetta er ófremdar ástand og satt sem þú segir um pappírinn.
Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Kannski full mikil rómantík en þetta getur haft jákvæð áhrif á ýmislegt. Þegar erfitt verður að flytja inn og kaupa allt frá útlöndum getur aftur orðið haghvæmt að framleiða hluti og lagfæra eldri. Það skapar vinnu fyrir einhverja. Þetta nær náttúrulega engri átt, eins og verið hefur, þegar allt er flutt inn tilbúið, forbökuð brauð ofl. ofl. Hlýtur að vera haghvæmara að flytja bara inn hrávöru já eða nota íslenskt t.d. bygg.
Kv. Olgeir ofurbjartsýni

Haukur sa...

Ég vona þá að mönnum beri gæfa til að nota byggið í eitthvað gagnlegt eins og bjór. Ekki dytti manni í hug að baka úr því.