mandag 26. november 2007

Tími fyrir blogg

Nú er sennilega kominn tími til að blogga smávegis.
Það hefur nú frekar lítið gerst hjá okkur upp á síðkastið, annað en hið daglega amstur. En ég verð nú ekki í vandræðum með að finna eitthvað til að fjasa um.

Best að byrja á færðinni og hirðingu gatna. Hér hafa verið umhleypingar síðustu vikur þannig að umhleypingar er ekki sér íslenskt fyrirbrigði. Hér rignir, snjóar, frýs, snjóar, þyðnar, og snjóar nokkrum sinnum á sólarhring. Mestur varð snjórinn á laugardag eða um 40cm. Hér eru göturnar ekki saltaðar. Það er örlítið sandað. Kosturinn við saltleysið er að bílar eins og bíllinn minn eru til ennþá, óryðgaðir. Allt annað eru ókostir. Eftir að hafa keyrt á saltbornum götum Reykjavíkur og keyrt á ósöltuðum götum Tromsö þá er ég barasta orðin ansi hlyntur saltinu. Hér verður svakalega hált og í hverri viku sér maður eða sér í fréttum vörubíla og aðra bíla inn í hinum og þessum húsagörðum í óþökk eigenda þeirra. Hér neyðast strætisvagnar og flestir vörubílar til að keyra á keðjum, sennilega eitthvað í hverri viku. Þetta verður til þess að allar götur eru eins og þvottabretti. Sagt er að saltið eyðileggji malbik, en ég hugsa nú að keðjuaksturinn fari með það mun fyrr, keðjuakstur sem hægt væri að sleppa við með söltun. Já og frostið hefur mest farið í -4°c þannig að söltun hefur verið vel möguleg. Jahá, þetta var semsgt pistill frá pirruðum ökumanni í vesturbænum. Humm, ég man það reyndar núna að ég hef ekkert þurft að nota rúðupiss og bíllinn er tiltölulega hreinn, ókei annar plús fyrir saltleysið.

Í dag sá ég Lödu 1300 í vinnunni. Sennilega einhver af Finnunum á henni. Mjög fallegur og heill bíll. Það yljaði mér aðeins um hjartaræturnar að sjá þessa Lödu. Hún er eins og Ladan sem ég rúntaði hvað mest á á sínum tíma. Var ótrúlega skemmtilegur bíll sem ég á fínar minningar frá, og sennilega félagar mínir líka. Einu sinni fórum við Tóti á henni til Akureyrar um verslunarmannahelgi, sennilega ´95 eða ´96. Við settum persónulegt hraðamet á milli Reykjavíkur og Akureyrar í þessum túr enda aldrei ekið leiðina áður. En hraðinn var fínn, við náðum til Akureyrar á 4 og 1/2 tíma og þetta var áður en Hvalfjarðargöngin komu til sögunar þannig að sennilega hefur meðalhraðinn legið í kringum hundrað. Nokkuð gott fyrir 4 gíra 1300 Lödu Safír. Á leiðinni upp Bólstaðarhlíðarbrekkuna var tekið ágætlega á greyinu. Þegar við vorum nánast komnir upp sáum við fólk út í kannti, þar voru á ferð Sævar, Guðný og sennilega Haukur, líka á leið norður. Við Tóti skildum ekkert í því hvað þau störðu á okkur er við komum upp brekkuna. Við höfðum að sjálfsögðu ekki tíma til að stoppa og tapa þar með dýrmætum tíma. Um kvöldið hittum við þau á Akureyri og fengum lýsingu með þessum orðum ,,við sáum móta fyrir stimplunum í húddinu á Lödunni þegar þið komuð upp brekkuna" Sennilega hefur Ladan verið staðin all vel upp og kannski aðeins verið farin að fljóta á ventlum í restina og því hávaðin vakið eftirtekt þeirra í brekkunni. Þetta var fín helgi.

Já, annars er bara lítið að frétta, töluvert myrkur, og á eftir að aukast. Á miðvikudaginn kemur er enginn sólarupprás hér.

Kveðja Olgeir

søndag 18. november 2007

Sjónvarpsstjörnur

Þá erum við Olli orðin fræg í Noregi. Við náðum að komast í 3 sekúndur í þátt um Rauða ísbjörninn á nrk1. Geri aðrir betur :D

Þátturinn fjallar um Kazam sem er Írani og er hann búsettur eða hreinlega fastur á Svalbarða. Hér er hægt að sjá þáttinn. Takið eftir því að klipsan þar sem við komum fyrir er tekin klukkan 12 á miðnætti sirka.

Kveðja,
Ragga og Olli

onsdag 14. november 2007

Það fer að styttast í fyrstu heimsóknina sem við fáum frá Íslandinu. Sunna ætlar að koma til okkar þann 14. des og þá verður sko bara gert eitthvað skemmtilegt :) Úúú ég get ekki beðið :)

Svo eru jólin alveg að koma, bara 41 dagur þangað til :D Vonandi kemst ég bara lifandi frá prófatörninni fyrst :/

Kveðja,
Ragga

lørdag 3. november 2007

Í dag eigum við Olli eins árs trúlofunarafmæli :) .. hmm... það þýðir sennilega að giftingarplönin eru komin á fjögurra ára planið í staðin fyrir fimm ára planið.. gaman að því :p

Kannski við hefðum átt að láta verða að því á Svalbarða.. það hefði verið doldið svalt :D Sýslumaðurinn er jú liðlegur á Barðanum.. hver segir að við verðum ekki á ferðinni þar aftur..

kv
Ragga og Olli