mandag 26. mai 2008

Dýrast í Evrópu

Ég las frétt um daginn þess efnis að við Tromsö búar borgum hæsta eldsneytis verð í Evrópu, sennilega svona nærri 210 íkr. Það er margt sem maður getur verið stoltur af sem Tromsö búi.
Annars er lítið að frétta hér, vorið kemur hægt og sígandi, með hita á milli 5 og 7 gráður, og örlítilli grænni slikju á trjánum.
Vor kvefið náði mér 17. maí og er búið að vera að grassera í mér í vikunni. Það náði svo að leggja mig um helgina. En ég hef snúið vörn í sókn þannig að þetta er allt að koma.
Í dag sá ég að ég hafði misst af fornbílasýningu í miðbænum á laugardag. Það hefði verið gaman að sjá enda mikið af þýskum stríðsárabílum til hér. Bílum sem voru seldir af úthlutunarnefnd fjandsamlegra eigna eftir seinna stríð. Hér í Tromsö, og sennilega í Noregi öllum var ansi mikið af bílum gert upp eftir stríð og notaðir í áratugi á eftir. Bílar sem voru nánast ónýtir 1945 gengu margir fram yfir 1960.

Læt þetta nægja í bili
Kv. Olgeir

lørdag 17. mai 2008

Þjóðhátíðardagur Norðmanna 17. maíÍ dag er þjóðhátíðardagur Norðmanna. Að sjálfsögðu fórum við í bæinn og horfðum á skrúðgöngur með tilheyrandi lúðrablæstri. Virtum fyrir okkur allar mögulegar gerðir af þjóðbúningum sem fólk klæðist á 17. maí. Drukkum kakó á kaffihúsi, borðuðum pulsu og lentum óvart í messu (það var í það minnsta hlýtt í kirkjunni).
Veðrið var nú ekki sem best, slyddu él og hiti rétt yfir frostmarki enda vorum við gegnköld eftir 4 klst rölt um bæinn og gott að komast heim og fá sér heitt kaffi og köku.
Við settum helling af myndum frá deginum inn í albúmið okkar, aldrei þessu vant myndir af fólki en ekki fjöllum og bílum.

Kv. Olgeir

tirsdag 13. mai 2008

Keðjur

Eftir óhóflega snjókomu síðasta sólarhringinn neyddist ég til að setja keðjur undir Vollann til að komast í vinnuna í morgun. Það var nú eiginlega komið vor og jafnvel vottur af sumri, en það hvarf snögglega. Nú er reyndar komið glaða sólskin, sem er eins gott því ég var farinn að finna veðurfarinu hér í Tromsö allt til foráttu. Reyndar er ég sannfærður um að veturinn á Svalbarða var í raun léttari, í það minnsta mikið minni snjór, mikið þurrari snjór og mikið ódýrari bjór.
Ástæðan fyrir að ég leyfði ekki Volvónum að hvíla sig heima í dag, eins og undanfarna daga, var að ég þurfti að flytja verkfærin mín frá blokkinni, sem ég hef unnið í síðustu 8 mánuði , á nýtt byggingarsvæði. Ég fæ sem sagt ekki að klára blokk B-5 sem er orðin mér nokkuð kær enda hef ég lagt öll rör í hana. Ég er pínu svekktur, það hefði verið ánægulegt að fá að klára hana, enda ekki nema rúmur mánuður eftir af henni. Reyndar hafði ég hugsað mér að flytja verkfærin mín síðasta föstudag en þá neitaði Volvóinn að hjálpa mér, fór ekki að mala fyrir en ég hafði skipt út háspennukefli og kveikjuheila. En ástæðan fyrir að ég fæ ekki að klára blokk B-5 er að mér varð það á að sína framfarir og frumkvæði, það eitt og sér hefði verið í lagi en svo komst vinnuveitandi minn að því að ég væri farinn að tala norsku og þar með var ég gerður að BAS (byggansvarlig) á öðru verki sem fyrirtækið er með. Reyndar er þetta nokkuð sem ég kæri mig ekki um, líkar ekki að vera gerður ábyrgur fyrir hlutum sem ég hef ekki réttindi til, ég vil bara fá að skrúfa í friði.
17. maí er á næsta leiti og núna sér maður af og til skólalúðrasveitir ganga um bæinn og æfa sig, mis tærir tónarnir frá þeim eftir veturinn. En það verður eflaust gaman að fara í bæinn á laugardaginn og fylgjast með skrúðgöngunum, vonum bara að veðurguðirnir verði í góðu skapi.

Kv. Olgeir

mandag 12. mai 2008

Hvítasunnudagur

Í dag fórum við í bíltúr á fastlandið og fannst okkur votta fyrir vori hér og þar. Við fundum meira að segja malarveg í vestfirskum gæðum með tilheyrandi drulluhvörfum og hvað eina. Við tókum nú ekki margar myndir en þessar tvær fá að fylgja með.

Þegar við komum svo aftur undir kvöld heim til Tromsö þá var samt greinilegt að vetur konungur er ekki tilbúinn til að yfirgefa okkur!Kveðja,
Ragga og Olli

torsdag 8. mai 2008

Ekki er seinna vænna en að skipta út vísdómsorðum mánaðarins og varð að þessu sinni fyrir valinu nokkuð skemmtileg hringhenda. En eins og alþjóð veit þá var ekkert kveðskapur undir hringhendu í augum Bjarts í Sumarhúsum. Ég verð nú að segja að mér féll heldur betur við norsku útgáfuna af honum, en sá hét Ísak og var hann ekki nærri jafn geðveikur og Bjartur okkar.

Ef einhver veit hver höfundurinn að vísunni er, þá má hinn sami gjarnan láta vita.

Kveðja,
Ragga

mandag 5. mai 2008

Jájá

Vorið kom með hvelli í síðustu viku, sól og um 15°C hiti alla daga, en nú hefur kólnað ögn og skúrir inn á milli. En snjórinn er á hraðri niður leið, sennilega bara 75% hvítt núna og útlitið gott.
Um síðustu helgi, sem var í lengri kanntinum sinntum við hefðbundnum vorverkum, það er ég gerði allt þetta skemmtilega en Ragga las undir próf. Eða Ragga taldi allvegana allt sem ég gerði frekar skemmtilegt, enda er flest skemmtilegara en að lesa fyrir próf í góðu vorveðri.
Volvóinn fékk vor meðhöndlun 1. maí, sumardekk og gott lag af bóni. Nú er hann glansandi rauður og fínn. Reyndar er skalli eigandans álíka rauður núna vegna sólbruna við vor meðferðina.

Læt þetta nægja í bili.
Kv. Olgeir