onsdag 31. januar 2007

Sætabrauðið

Það er einhvers staðar falin brauð og kökugerð hér. En það merkilega að hér á Svalbarða er eingöngu hægt að fá eina gerð af sætabrauði, það er svona kynblendingur snúðs og sérbakaðs vínabrauðs og heitir Skólabrauð, þetta bragðast vel, en gæti þó orðið leiðigjarnt eftir árið. Spurning hvort þeir skipti um uppskrift um hver áramót. Svo er ágætt úrval af brauðum, og heita þau öll Bjarnarbrauð, Pólarbrauð, Svalbarðabrauð og svo framvegis.

Heimskautaeyðimörkin er þæginlegur vinnustaður, snjórinn er svo þurr og kaldur að maður verður aldrei blautur eða votur þrátt fyrir að liggja á hnjánum í honum allan daginn. Vinnuvetlingarnir ná ekki einusinni að verða blautir.

Kveðja
Olgeir

tirsdag 30. januar 2007

Ryk

Það væri nú kannski alveg hægt leggja á sig smá kolaryk fyrir 11 miljónir íkr. á ári, fría íbúð og frí aðra hvora viku. Það er sem semsagt verið að óska eftir verkamönnum í kolanámurnar hér og árslaunin eru ekki undir miljón nkr. Það væri nú alveg hægt að lifa á þeim launum. Þetta skýrir kannski alla nýju vélsleðana og bílana sem eru hér, margir ekkert af verri endanum miðað við land með vegakerfi upp á heila 50km.

Ég hef það svolítið á tilfinningunni að lengi vel hafi öll hús hér verið byggð með bráðabirgða brag og í vinnubúða stíl. Margt hálf lélegt. En mér sýnist nú að það sé að breytast og menn farnir að framkvæma til framtíðar.
Hér er flest allt byggt úr tré og öll hús byggð á staurum sem eru reknir, eða borað fyrir, um 12m niður í sífrerann.

Ég sótti um leyfi til að kaupa riffil í gær, vona að ég fái góða og snögga meðferð hjá norskum yfirvöldum, svo maður geti farið að fara í göngutúra með hækkandi sól. Já, og ætli maður ,,neyðist" ekki til að kaupa vélsleða svo Ragga geti haldið áfram að æfa sig fyrir komandi feltferðir :)

Ég fékk vinnuveitanda minn til að sækja um áfengis-kaupa-kort fyrir mig áðan, þannig er það nefnilega að bjór og sterkt er skammtað, kassi og tvær flöskur á mánuði og leyfið háð því að fólk sé í vinnu. Hins vegar getur maður keypt ótakmarkað af rauð og hvítvíni. Þetta eru víst einhverjar gamlar reglur frá því að þetta var eingöngu samfélag námuverkamanna, bjór og sterkt var þeirra drykkur... það náttúrulega hvarflaði ekki að neinum að þeir drykkju hugsanlega léttvín, það var eingöngu fyrir yfirmenn. Og þess ber að geta í þessu samhengi að verkamennirnir bjuggu hér í Nybyen en yfirmennirnir niðri í bæ, nauðsynlegt að hafa svona 2-3km á milli svo að ekki yrði óæskileg blöndun.

Kveðja Olgeir

mandag 29. januar 2007

Dagur á vélsleða

Þá hef ég afrekað það.. Ég fór sem sagt á vélsleðanámskeið í dag og er gersamlega uppgefin. Námskeiðið byrjaði á almennri umræðu um vélsleða, hvernig á að gera við einfaldar bilanir og hvernig best er að hlaða á dráttarsleða og svo framvegis. Eftir hádegið fórum við svo upp á Longyearbreen (sem er jökullinn fyrir ofan bæinn) og æfðum okkur að keyra í halla, taka lykkjur upp í hlíðar og hvernig er best að keyra upp og niður mikinn bratta. Þetta voru alveg ágætis átök og það gekk ekkert allt of vel að halla draslinu til þar sem ég var sett á einn af stærstu sleðunum. Það eru alveg nýir Lynx-Yeti V-1300 sem vega lítil 450 kg... algerlega klikkað dót!Það eru sennilega svona sleðar sem við myndum fara á í feltið. Ég vona bara að við þurfum ekki að sofa í tjaldi.. þótt ég hafi lært að strengja ísbjarnaviðvörunarvír!

Og að öðru..

Helgin var bara hressileg. Við fórum í partý í brakke 4 og komumst að ýmsu um "the flying spaghetti monster" þar, allt mjög gagnlegt. Enn fróðlegra var samt að fara í Huset sem er einn af fáum skemmtistöðum bæjarins. Þar sáum við til dæmis mann með teipað slökkvitæki við fótinn og annan í allt of litlum pokemon-bol.. hvað veit maður.. við suma var ég nú bara hrædd!

Hilsen,
Ragga

lørdag 27. januar 2007

Hæhó

Jæja, núna er kalt. Í gær morgun var -26°c og rok þannig að ekki var var unnið úti, og hvað fór ég að gera þá ? Jújú ég fór náttúrulega bara að reyna koma yl í Svalbarðskar húsmæður. Svo virtist sem frosið væri í leiðslum í öðruhverju húsi hér í Longyearbyen, þannig að við vorum á þönum um allan bæ með spenni og rafsuðukapla að þýða langt fram á kvöld.
Þetta gaf mér ágætis tækifæri til að sjá hin og þessi heimili hjá innfæddum...og hver er niðurstaðan ? Jú þessi heimili eru eins og hver önnur heimili á Íslandi, sum sóðaleg og slitinn en önnur ný gegn tekin og þrifaleg.

Í gær smakkaði ég dularfullt kjöt, þetta var lambalæri, sem einhver hafði sett á borðið í vinnunni og vasahníf hjá, þetta virtust vera þurkað og saltað, ég held ekki reykt. Bragðið var svolítið líkt og af ljósri Essó koppafeiti (þessi ódýra).

Nú fer að nálgast að sólin láti sjá sig, á mánudaginn líkur pólarnóttinni formlega og tímabil ljósaskipta tekur við, það er þegar sólin er -6-0° undir sjóndeildarhringnum. Sólin sést svo 16. febrúar...ef það sést til sólar :)

Kveðja Olgeir
oooog heita vatnið í eldhúsinu er frosið.. vúhú!

fredag 26. januar 2007

Frost og funi

Uff.. thad er doldid erfitt ad vakna thessa dagana. I morgun reyndust vera -26 a mælinum thannig ad eg for og fann til øll thykkustu fotin min. Thegar eg var buin ad koma mer i herlegheitin (sem tekur lamark 10 minutur- bara utanyfirfotin) labbadi eg ut i skafrenninginn og fann hvernig frostid beit. Eg var sennilega ekki buin ad taka nema 2 skref nidri a veginum thegar bill stoppadi og baud mer far :D Heppni ad Hilde ur Sito var a eftirlitsruntinum.. Hun reyndar thekkti mig ekki fyrr en eg var buin ad taka af mer hufurnar og lambhushettuna.. hehe..

Hja henni fekk eg ad vita astæduna fyrir thvi ad vid megum ekki lengur drekka vatnid ur krananum.. Stor flutningabill valt ut af veginum og a eina vatnsleidsluna svo hun rofnadi. VVS (fyrirtækid sem Olli vinnur hja) er ad laga skemmdirnar og verdur thad sennilega komid i lag a laugardaginn.

Ha det bra :)
Ragga

torsdag 25. januar 2007

Heitt í kulda

Í gær fór frostið upp í -3°c og það var eins og það væri komið vor, heilmingurinn af húfunum í vasan og hvað eina. En þetta var svolítil nýbreytni frá því í fyrradag, en þá upplifði ég það að sultardropi sem lak af nefi mínu var frosinn áður enn hann lenti.
En já ég er sem sagt byrjaður í vinnu hérna, fékk vinnu hjá fyrirtæki sem heitir Spitsbergn VVS AS og leggur allar hugsanlegar lagnir, heitt, kalt og notað. Þessa þrjá daga, sem ég er búinn að vera í vinnunni, hef ég verið að leggja vatns og skolplagnir að gömlum naustum sem á að breyta í íbúðir. Já og fyrir þá sem hafa áhuga á lögnum þá er skolpið lagt í einangruðum rörum sem eru þannig útbúin að inn í einangrunni er lítið rör sem dreginn er í hitakapall sem heldur svo hita á öllu jukkinu, allt árið, því að hér er jú sífreri (permafrost).

En já svo er það annað, þetta er mjög erfitt umhverfi fyrir mann eins og mig, hér í Longyearbyen eru um 1900 íbúar en 3000 vélsleðar þannig að það er ekki laust við gamlar dellur vakni. Það eru alstaðar vélsleðar og allir frekar nýjir og flottir.

En jæja, ætli það sé ekki best að fara bæta á orkuforðann og elda nautahakk....flutt inn ferskt frá Brasilíu.

Kveðja Olgeir

onsdag 24. januar 2007

Íslendingar á Svalbarða

Ég fór í hesthúsið á Svalbarða áðan. Þar búa 5 íslenskir hestar sem eru komnir aðeins til ára sinna :p Sá yngsti er fæddur 1985 en sá elsti 82. Eigandi þeirra er staddur á Suðurskautinu um þessar mundir og fékk 2 stúdenta til að sjá um hrossin. Ég slóst í för með annarri sem fór og gaf og setti inn áðan. Þetta eru einu hestarnir á Svalbarða því það er búið að banna innflutning á hrossum hingað. Það stefnir því í að þetta verði síðustu hestarnir hérna.

Hitinn hefur hækkað töluvert síðasta sólahringinn og nú er bara yndælisveður :D 0° og logn. Það hefur líka snjóað töluvert svo við festum bílinn þegar við fórum í hesthúsið.. en það var bara stuð.

Ég komst að því áðan að bandaríski fótbrotni ljósmyndarinn sem býr með okkur stefnir á að gefa út bók um menningarsamfélög við Norður Íshafið. Hún fékk e-n brjálaðan styrk til að gera það sem hana langaði - svo lengi sem það var utan USA. Hún er búin að eyða nokkrum mánuðum á Grænlandi og á ísbrjót úti fyrir norður Kanada. Hún verður hérna á Svalbarða að vinna við marflær fram til apríl og fer þá til Síberíu að vinna fyrir e-n leikstjóra. Áður en hún tók sér þetta fyrir hendur þá var hún í Kína að læra sögu.. eða e-ð álíka.

Á leiðinni heim úr skólanum kom ég við í skinnavörubúinni. Þar er hægt að kaupa bjarnarfeldi (bæði ísbjarna og brúnbjarna) á um 130.000 isk með haus og klóm og öllum pakkanum. Einnig er hægt að kaupa allar mögulegar og ómögulegar flíkur úr selskinni. Þar er líka hægt að fá innfluttar kýrhúðir og Ecco skó.. :p

Jæja.. best að fara og athuga hvort það sé frosið í sturtunni :D
kv
Ragga

tirsdag 23. januar 2007

Prufipruf

Við erum að prufa herlegheitin.. kannski tekst okkur þetta vandasama verk.. kannski ekki :p