mandag 5. mars 2007

bara bla

Ég fór sem sagt ekki til SVEA í dag eins og til stóð þar sem það var ekkert ferðaveður. Við förum því ekki fyrr en á mánudaginn næsta. Það verður bara að hafa það og vonandi verða bara komnir fleiri litlir Pseudocallar fyrir mig að veiða. Það munar samt sennilega ekki svo miklu milli vikna í augnablikinu.. en jám..

Fluginu hans Olla var frestað til klukkan 6 í kvöld þannig að hann var bara áfram í því að bera þungt í dag. Ég heyrði í honum áðan þannig að það virðist vera gsm samband þarna sem reyndar lá niðri í morgun. Hann fékk herbergi í húsi ekki ósvipuðu og við erum í núna nema það er kannski meira í verbúðarstíl. Þar að auki er stór messi fyrir alla þar sem matur er fram borinn í öll mál.

Þýska myndatökuliðið sem var hérna í byrjun janúar er mætt aftur til að halda áfram að elta Kai sem er einn af líffræðinemendunum. Þeir áttu sem sagt að fara með okkur í feltferðina til SVEA í morgun þar sem Kai er hluti af þessum hóp sem er að fara. En þar sem við fórum ekki ákvað Fred (sem er yfir öryggismáladeildinni) að best væri að þeir færu á smá vélsleðanámskeið. Þetta tökulið er að gera heimildamynd um stúdenta sem fer á framandi slóðir fyrir einhverja ofurlitla þýska discovery kabalstöð sem enginn af Þjóðverjunum hérna hefur heyrt um. Kai heldur því samt fram að hún sé mjög stór! Gaman að því.

og já.. ég setti inn örfáar myndir.

Kveðja,
Ragga

Ingen kommentarer: