søndag 18. mars 2007

Jæja

Loksins er ég í tölvusambandi í nokkra tíma. Ég komst ekki heim frá Svea fyrr en í hádeginu í dag og fer aftur í fyrramálið. Á föstudag gerði svaka snjókomu og rok, sem sagt blind byl sem stóð fram á aðfaranótt sunnudagsins. Ekkert flug þessa daga, bara vinna.
Við fljúgum til Svea með 18 sæta Dornier vél og erum um 15-20mín að fljúga. Oftast er flogið um 2-4 sinnum á dag milli Longyearbyen og Svea á vegum Store Norske Spitsbergen Grubekompani. Flugið gengur nú yfirleitt vel fyrir sig, reyndar oftast smá ókyrrð yfir fjöllunum.
Við erum að klára pípulagnir í nýjan íbúðabragga sem er verið að byggja í Svea. Lífið í Svea er svona nánast eingöngu að vinna og sofa, jú og borða.
Þarna er stanslaus kolaframleiðsla allt árið um kring. Ég hef nú ekki komið inn í námurnar en þær standa saman af göngum sem eru nokkrir kílómetrar að lengd. Út um gluggann á herberginu mínu sé ég færiband sem stendur útúr fjallshlíðinni og það er endinn á flutningsgöngunum. Þar streyma út kol allan sólarhringinn. Þeim er svo mokað á dráttarvagna í yfirstærð, dregna af Volvo vörubílum niður að Kapp Amsterdam og sturtað á stóran tipp. Þetta er keyrt allan sólarhringinn. Frá tippnum á Kapp Amsterdam eru svo útskipunarfæribönd sem geta lestað 2000tonn á klukkustund um borð í skip.
Rafmagnið í Svea er framleitt með disel afli. Það eru fjögur stykki V-16 Catepillar sem sjá um það. Þær eru í stærri kanntinum sennilega um 3-4 metrar á hæð og 6-8m á lengd. Ég veit ekki ennþá kw tölurnar á þeim.
Stærsta jarðýta norður Evrópu á að vera í Svea, en hún er eins og Jesú, það tala allir um hana en enginn hefur séð hana.
Jæja, best að gera sig kláran í næstu törn.
Kveðja Olgeir

1 kommentar:

Anonym sa...

Sæl veriði
Vil benda ykkur á að núna er Framtíðarlandið (framtidarlandid.is) að setja fram Sáttmála um framtíð Íslands, grátt eða grænt. Það er hægt að skrifa undir þennan sáttmála á heimasíðunni og velja þar með grænt Ísland. Vona að þið skrifið bæði undir.

Kv. Guðbjörg.