torsdag 8. mars 2007

Sólin kom sem sagt ekki í dag. Eða réttara sagt þá kom hún en við sáum hana bara ekki fyrir skýjum :I Hátíðarhöldin voru samt mjög skemmtileg og kakan var bara nokkuð góð. Seinnipartinn var svo doktorsvörn í líffræðideildinni. Það var mjög áhugaverður fyrirlestur um far gæsa og áhrif þeirra á gróður á beitarsvæðum.

Olli var orðin lasinn og var bara rúmliggjandi með hita og beinverki. Hann kemur heim seinnipartinn á morgun. Einn af vinnufélögum hans var líka lasinn með ælupest og leiðindi.

Ég setti inn örfáar myndir en annars bara tíðindalítið á vesturvígstöðum.

Kveðja,
Ragga

2 kommentarer:

Anonym sa...

hæ leiðinleigt að heyra að olli liggur í flensu það hafa gengið þó nokkrar yfir hér heima eina ráðið er kakó og konni allt gott að frétta frá OR strákarnir á verkstæðinu og í heita vatninu eru núna þessa dagana í vottun í suðu hafa þeir soðið sanslaust í 3 daga núna og vonast þeir til að geta tekið prófið á morgun og skilað stykkjunum inn eftir helgi þá fengum við á verkstæðinu spennandi verkefni á hellisheið við að setja niður tvær stórar djúpdælur vonandi gengur það allt að óskum og samkvæmt áætlun kv.steini og Ágústa

Unknown sa...

Já, suðuvottun. Ég þyrfti að ná mér í norska suðuvottunvottun til að geta farið að gera eitthvað skemmtilegt, það er að leggja eitthvað annað en klóak :)Það er leiðilegt að horfa á pípara sjóða en vera sjálfur járnsmiður.
Kveðja Olgeir