torsdag 7. juni 2007

Allt að gerast.. en samt ekki..

Nú styttist óðfluga í að við förum frá Longyearbyen. Þá verður þessum Svalbarðakafla endanlega lokið sem er ótrúlega furðulegt. Hvernig gátu 6 mánuðir liðið svona hratt?? Við erum enn ekki komin með íbúð í Tromsö en það hlýtur að reddast fyrr en seinna.

Mesta stressið þessa dagana hjá mér er að undirbúa sýnin mín fyrir sendingu til Amríku en það er kolólöglegt að senda sýni varðveitt í alkóhóli þangað yfirum. Bölvað vesen :/ en vonandi reddast það. Það versta í stöðunni væri sennilega að tollurinn myndi gera öll sýnin mín upptæk.. hmm.. þá fer ég nú bara heim grenjandi sko!

Olli er að njóta þess í botn að vera í fríi. Það er samt frekar skondið að daginn sem hann hætti þá byrjuðu vinnufélagar hans að vinna hérna fyrir utan Brakke 3. Ég fékk hann svo til að vinna aðeins fyrir mig í dag við að merkja sýnadollur. Annars er hann bara að sinna sýnum andlegu málefnum og hugsa um mótorhjól daginn út og inn. Nú eða þá reiðhjól.. Magnað alveg hreint.

Í gær fórum við í japanskan kvöldverð til Eri og Pekka. Eri hefur áður boðið okkur í japanskan kvöldverð og var gærkvöldið ekki síðra en fyrra skiptið. Við fengum karrýrétt, djúpsteikt grænmeti, shusi og e-ð sem minnti á hið rússneska palmani sem Pierre býr stundum til hérna hjá okkur. Í eftirrétt var svo sætt baunamauk vafið inn í deig og djúpsteikt. Allt ákaflega ljúffengt.

Um daginn vorum við með smá partý með íslensku þema. Þannig var að mamma sendi okkur gommu af alls konar krásum svo við gætum leyft félögum okkar hérna að smakka íslenskan mat. Við elduðum hangikjöt með jafningi og kartöflum og öllu tilheyrandi. Svo vorum við með smá slátur, harðfisk, hákarl, brennivín, malt, appelsín og tópas. Hangikjötið rann voða ljúft ofan í fólkið og ég held að ef Pierre kæmi til Íslands þá væri það bara fyrir maltið og appelsínið..hehe.. Í það heila mæltist þetta vel fyrir þar til kom að hákarlspartinum. Fólkið lét sig samt hafa tvo skammta og brennivín með. Það var samt tekið fram þegar okkur var boðið í japanska kvöldverðinn að hákarlinn mætti alveg vera heima :p

Síðasta föstudag þá var síðasti föstudagshittingurinn þessa önnina. Upp á það var haldið með strandpartýi og var grillað og dansað fram eftir nóttu. Sumir fóru í sundföt og tóku sundsprett í firðinum og enn aðrir fóru ekki í sundföt og tóku samt sundsprett í firðinum. Við vorum líka með varðeld og huggulegheit. Sólin skein glatt allan tímann og mér tókst meira að segja að brenna í framan (takið eftir því) í heimskautamiðnætursólinni.

Kveðja,
Ragga

2 kommentarer:

Anonym sa...

Mér finnast nú ofurölvi krabbadýr ekki vera meira "biothreat" heldur en blóð og DNA sýni, en þau er hægt að senda án vandræða til USA. Þessir Kanar eru auðvitað ekki með réttu ráði!!!

Kv. Guðbjörg.

Anonym sa...

Klikk lid! Synin foru af stad i morgun, thad verdur spennandi ad sja hvort thau komast i gegn. Ætli their seu med hunda thjalfada i sniffa upp alkohol i pakkahrugunni. Ekki fara their ad gegnumlysa alla pakka sem berast inn i landid.. eda kannski eru their ad fylgjast med thessari sidu.. in that case.. Djok!