lørdag 11. august 2007

Tromsö

Við erum komin aftur til Tromsö eftir afar stutt stopp á Íslandi. Það var samt mjög gott að hitta aðeins fjölskylduna þótt það hafi bara verið nokkrir klukkutímar sem við fengum saman.

Við komum til Tromsö seinni partinn á fimmtudaginn og fórum þá beint á gistiheimilið hans Raymond. Ég sofnaði strax enda höfðum við verið 30 tíma á ferðalagi. Í gær fór ég svo og náði í lyklana að íbúðinni á meðan Olli fór í atvinnuviðtal. Íbúðin er mjög fín með útsýni út á sjó sem og til fjalla. Hún er 35 fermetrar, tveggja herbergja og með húsgögnum. Það eina sem hægt væri að setja út á hana er að í bakgarðinum er RISA stór spennistöð og geðveikrahæli, en það er svo sem bara hressandi.

Olli fær svo að vita á mánudaginn hvort hann fái vinnuna. Fyrirtækið heitir EnergiProsject og sér um leggja allar hugsanlegar lagnir; á íslensku væri sennilega talað um "heildar lausnir" eða eitthvað álíka.

Skólinn hjá mér byrjar svo á mánudaginn en fyrsti tíminn er ekki fyrr en á þriðjudag. Það verður æsispennandi að sjá hvernig það verður að taka kúrsa á norsku svo ekki sé meira sagt.

Kveðja,
Ragga

5 kommentarer:

Anonym sa...

Velkomin til Tromsö! Vonandi fer vel um ykkur í nýju íbúðinni. Alltaf gaman að lesa fréttir og skoða myndir frá ykkur :o) Hafið það sem allra best og gangi ykkur vel í skólanum og atvinnuviðtölum ;) Kveðja frá Ströndum, Hildur & Addi.

Anonym sa...

Sæl og gaman ad heyra fra ykkur Strandamenn. Hvernig var Finnland? Voru Finnarnir ekki hæfilega gedveikir :p
Kærar kvejdur fra Tromsø

Anonym sa...

Hvernig er að vera í tímum á norsku?!? ;p

Anonym sa...

hehe það er brjálað stuð.. ættir að prufa ;)

Anonym sa...

Hahahaha erhm...kannski seinna hehe ;p