onsdag 1. august 2007

Bílar

Mig hefur alltaf langað örlítið í eindrifa pallbíl. Þá helst Ford Ranger eða Chevrolet S-10. Þetta er sennilega einfaldasta uppbygging af bíl sem hægt er að fá nú á dögum. Afturdrifs, beinskipt, langstæð vél og einföld innrétting. Svo er svo askoti þæginlegt að hafa svona pall ef maður þarf að grípa með sér hásingu eða gírkassa.
Ég hef alltaf skoðað þessa bíla vel og vandlega þegar þeir hafa komið á sölur á Íslandi en aldrei látið verða af því að kaupa eða prófa. Það er sagt að þeir séu vonlausir í snjó og hálku en það má nú redda slíku, þar að auki alltaf gaman að smá veseni. Þetta eru bílar sem ætti að vera hægt að koma mun lengra en fólksbíl enda töluvert hærri og á sterkari undirvagni. Eyðsla ætti heldur ekki að vera svo mikil þar sem þeir eru eindrifa og frekar vélarlitlir af Ameríkana að vera.

Það er mikið af þessum bílum hér. Virðas vera vinsælir sem bílar hjá ungum strákum. Enda eru þetta í raun bara hálfir bílar og hljóta því að vera á hálfu verði.
Sportbílar eins og Chevrolet Corvetta virðast aftur á móti nær eingöngu vera vinsælir hjá körlum yfir sextugu. Ögn skondið það.

Annars er ekkert að frétta hér. Sennilega förum við til Boston á sunnudaginn og verðum þar í þrjár nætur áður en við förum (heim?) til Noregs.

Kveðja
Olgeir

2 kommentarer:

Anonym sa...

Blessaður farðu nú ekki að versla þér pallbíl sem er eingöngu með afturdrif...Það er ég viss um að þú munt sjá eftir því eftir á. Annars er gaman að lesa um hvað þið skötuhjúin eruð orðin sigld. Við þurfum nú endilega að fá að heyra um ævintýrin í beinu augnsambandi yfir kaffibolla, nú eða kannski bjórræfli eða tveimur. kv úr Víkurbakka
Sævar og Guðný

Anonym sa...

Komið þið sæl og blessuð og gaman að heyra frá ykkur. Já, við verðum endilega að hittast, við verðum væntanlega á ferðinni um jólin.
En með bíla, ég var fljótur að hrista þessa dellu af mér og langar núna í Jeep Wrangler yngri en 1997 þá eru þeir komnir með gorma á öll horn.
Biðjum að heilsa og stefnum að því að hittast.
Kveðja Olgeir og Ragga