Við settum inn myndir frá túr 21. júní til Pyramiden sem er yfirgefinn rússneskur kolanámubær á Svalbarða. Einnig nokkrar myndir frá síðustu dögunum í Longyearbyen og þeim fyrstu í Tromsö.
Kv. Olgeir
lørdag 30. juni 2007
torsdag 28. juni 2007
Tromsö
..er geðveikislega græn! og það er búið að vera ferlega heitt líka eða um 17°C í skugga. Sem betur fer á þó að kólna þegar nær dregur að helginni. Ég hélt ég myndi bráðna O.o Þetta hlýtur þó að venjast en það er ekki laust við að ég sakni svalbarðska sumarsins :p
Á mánudaginn næsta fljúgum við svo vestur um haf og endum í Boston. Þar verðum við í eina nótt áður en við höldum áfram með rútu til New London þar sem verðum sennilega sótt. Ferðin endar svo í Groton þar sem við vorum búin að fá herbergi. Æsispennandi sem sagt..
Ragga
Á mánudaginn næsta fljúgum við svo vestur um haf og endum í Boston. Þar verðum við í eina nótt áður en við höldum áfram með rútu til New London þar sem verðum sennilega sótt. Ferðin endar svo í Groton þar sem við vorum búin að fá herbergi. Æsispennandi sem sagt..
Ragga
tirsdag 19. juni 2007
Með
túpu af kavíar og pakka af hrökkbrauði er maður fær í flestan sjó. Fljótlegt gott og næringarríkt.
Það er helst að frétta að við erum komin með íbúð í Tromsö. Þetta er vonandi fín íbúð, heilir 35 fermetrar, tvö herbergi, eldhús á stærð við meðal hraunsprungu og bað. Þetta er stúdenta íbúð þannig að hún er með húsgögnum og helstu tækjum. Við erum ánægð með þetta því að flest á almenna markaðinum eru kjallarar og ekki með húsgögnum, nema maður fari í háar fjárhæðir eða langt frá háskólanum. Stúdentagarðurinn heitir Storskogåsen og er við Luleåvegen. Hér er hægt að sjá gagnvirkt kort af Tromsö. Hægt er að leita eftir heimilisfangi. Þið lendið sirka á réttum stað með að nota Luleåvegen númer 15.
Annars er lítið að frétta. Ég er búinn að vera að berja saman bréf til að sækja um vinnur, það tekur alltaf töluverðan tíma að skrifa rétt á norsku en hefst þó. Ég er líka byrjaður að pakka í kassa til að gera klárt til að senda til Tromsö. Það eru ekki nema tæpir sex dagar eftir, hérna á Svalbarða, hjá okkur.
Hér í Longyearbyen er á ferðinni gamall Bens, svona tuttuguogfimmára gamall haugur sem má muna fífil sinn fegri. Þessum bíl aka guttar sem eru sennilega ný komnir með prófið og stoppa því ekki á rúntinum. Sennilega er bæði biluð handbremsa og startari í þessum bíl. Ég hef séð til þeirra í tvígang þar sem þeir koma keyrandi, stoppa, einn hendist út og setur ýmist stein eða gamlan tjakk fyrir hjól svo bíllinn renni ekki. Og ekki er hægt að drepa á.
Þessir taktar minntu mig aftur á annað. Fyrir nokkrum árum vorum ég, Reynir og Elvar á rúntinum á gamalli Toyotu Crown sem Reynir átti. Við tókum einn sunnudags eftirmiðdag í smá spól í miðbæ Reykjavíkur. Það fór þannig fram að Reynir keyrði og ég og Elvar sátum í aftursætinu vopnaðir sitthvorum hálfslítersbrúsanum af sjálfskiptivökva. Við keyrðum hægt og rólega Austurstrætið, stoppuðum á miðri götunni, ég og Elvar opnuðum afturhurðirnar og sprautuðum slatta af sjálfskiptivökva á afturdekkinn á meðan Reynir stóð bremsur og bensín í botni. Úr þessu varð ansi myndarlegur reykur yfir miðborg Reykjavíkur. Það er vert að taka það fram að sjálfskiptivökvatrikkið var eina leiðin til að fá Toyotubrakið til að spóla.
En látum þetta nægja í bili.
Kveðja Olgeir
Það er helst að frétta að við erum komin með íbúð í Tromsö. Þetta er vonandi fín íbúð, heilir 35 fermetrar, tvö herbergi, eldhús á stærð við meðal hraunsprungu og bað. Þetta er stúdenta íbúð þannig að hún er með húsgögnum og helstu tækjum. Við erum ánægð með þetta því að flest á almenna markaðinum eru kjallarar og ekki með húsgögnum, nema maður fari í háar fjárhæðir eða langt frá háskólanum. Stúdentagarðurinn heitir Storskogåsen og er við Luleåvegen. Hér er hægt að sjá gagnvirkt kort af Tromsö. Hægt er að leita eftir heimilisfangi. Þið lendið sirka á réttum stað með að nota Luleåvegen númer 15.
Annars er lítið að frétta. Ég er búinn að vera að berja saman bréf til að sækja um vinnur, það tekur alltaf töluverðan tíma að skrifa rétt á norsku en hefst þó. Ég er líka byrjaður að pakka í kassa til að gera klárt til að senda til Tromsö. Það eru ekki nema tæpir sex dagar eftir, hérna á Svalbarða, hjá okkur.
Hér í Longyearbyen er á ferðinni gamall Bens, svona tuttuguogfimmára gamall haugur sem má muna fífil sinn fegri. Þessum bíl aka guttar sem eru sennilega ný komnir með prófið og stoppa því ekki á rúntinum. Sennilega er bæði biluð handbremsa og startari í þessum bíl. Ég hef séð til þeirra í tvígang þar sem þeir koma keyrandi, stoppa, einn hendist út og setur ýmist stein eða gamlan tjakk fyrir hjól svo bíllinn renni ekki. Og ekki er hægt að drepa á.
Þessir taktar minntu mig aftur á annað. Fyrir nokkrum árum vorum ég, Reynir og Elvar á rúntinum á gamalli Toyotu Crown sem Reynir átti. Við tókum einn sunnudags eftirmiðdag í smá spól í miðbæ Reykjavíkur. Það fór þannig fram að Reynir keyrði og ég og Elvar sátum í aftursætinu vopnaðir sitthvorum hálfslítersbrúsanum af sjálfskiptivökva. Við keyrðum hægt og rólega Austurstrætið, stoppuðum á miðri götunni, ég og Elvar opnuðum afturhurðirnar og sprautuðum slatta af sjálfskiptivökva á afturdekkinn á meðan Reynir stóð bremsur og bensín í botni. Úr þessu varð ansi myndarlegur reykur yfir miðborg Reykjavíkur. Það er vert að taka það fram að sjálfskiptivökvatrikkið var eina leiðin til að fá Toyotubrakið til að spóla.
En látum þetta nægja í bili.
Kveðja Olgeir
mandag 18. juni 2007
17. júní á Svalbarða
Gleðilegan þjóðhátíðardag.
Í tilefni dagsins fórum við í göngutúr upp á Platåberget sem sést hérna beint frá glugganum okkar. Við höfum ætlað að fara þetta nokkuð lengi en létum loks verða af því í dag þar sem veðrið var með eindæmum gott. Sólin skein í heiði og það var næstum vindlaust. Einnig held ég að hitinn hafi verið um 8°C sem er nokkuð gott.
Myndir úr göngutúrnum eru komnar inn á myndasíðuna.
Í kvöld bökuðum við svo kökur til að gera daginn enn hátíðlegri :p og meira að segja þá kom frægt fólk í heimsókn og borðaði af kökunum okkar. Það voru tveir meðlimir hins alræmda gengis Frosen Five en þau voru einmitt að koma úr örlitlum göngutúr í fyrradag. Þau gengu ekki nema 1050 km á 77 dögum. Nokkuð gott það. Í tenglasafninu okkar má finna linki inn á síðuna þeirra.
Önnur síða sem vert er að skoða er síðan hennar Laurel sem bjó með okkur hérna í Brakke 3. Núna er hún í Síberíu, nánar tiltekið Cherskiy þar sem hún vinnur á Permafrost rannsóknarstöð. Þar nota þau 12 tonna skriðdreka til að líkja eftir áhrifum mammúts á gróðurlendi. Skemmtileg lesning en samt algerlega klikkað! Linkinn má líka finna hér
Kærar kveðjur,
Ragga og Olli
Í tilefni dagsins fórum við í göngutúr upp á Platåberget sem sést hérna beint frá glugganum okkar. Við höfum ætlað að fara þetta nokkuð lengi en létum loks verða af því í dag þar sem veðrið var með eindæmum gott. Sólin skein í heiði og það var næstum vindlaust. Einnig held ég að hitinn hafi verið um 8°C sem er nokkuð gott.
Myndir úr göngutúrnum eru komnar inn á myndasíðuna.
Í kvöld bökuðum við svo kökur til að gera daginn enn hátíðlegri :p og meira að segja þá kom frægt fólk í heimsókn og borðaði af kökunum okkar. Það voru tveir meðlimir hins alræmda gengis Frosen Five en þau voru einmitt að koma úr örlitlum göngutúr í fyrradag. Þau gengu ekki nema 1050 km á 77 dögum. Nokkuð gott það. Í tenglasafninu okkar má finna linki inn á síðuna þeirra.
Önnur síða sem vert er að skoða er síðan hennar Laurel sem bjó með okkur hérna í Brakke 3. Núna er hún í Síberíu, nánar tiltekið Cherskiy þar sem hún vinnur á Permafrost rannsóknarstöð. Þar nota þau 12 tonna skriðdreka til að líkja eftir áhrifum mammúts á gróðurlendi. Skemmtileg lesning en samt algerlega klikkað! Linkinn má líka finna hér
Kærar kveðjur,
Ragga og Olli
torsdag 7. juni 2007
Allt að gerast.. en samt ekki..
Nú styttist óðfluga í að við förum frá Longyearbyen. Þá verður þessum Svalbarðakafla endanlega lokið sem er ótrúlega furðulegt. Hvernig gátu 6 mánuðir liðið svona hratt?? Við erum enn ekki komin með íbúð í Tromsö en það hlýtur að reddast fyrr en seinna.
Mesta stressið þessa dagana hjá mér er að undirbúa sýnin mín fyrir sendingu til Amríku en það er kolólöglegt að senda sýni varðveitt í alkóhóli þangað yfirum. Bölvað vesen :/ en vonandi reddast það. Það versta í stöðunni væri sennilega að tollurinn myndi gera öll sýnin mín upptæk.. hmm.. þá fer ég nú bara heim grenjandi sko!
Olli er að njóta þess í botn að vera í fríi. Það er samt frekar skondið að daginn sem hann hætti þá byrjuðu vinnufélagar hans að vinna hérna fyrir utan Brakke 3. Ég fékk hann svo til að vinna aðeins fyrir mig í dag við að merkja sýnadollur. Annars er hann bara að sinna sýnum andlegu málefnum og hugsa um mótorhjól daginn út og inn. Nú eða þá reiðhjól.. Magnað alveg hreint.
Í gær fórum við í japanskan kvöldverð til Eri og Pekka. Eri hefur áður boðið okkur í japanskan kvöldverð og var gærkvöldið ekki síðra en fyrra skiptið. Við fengum karrýrétt, djúpsteikt grænmeti, shusi og e-ð sem minnti á hið rússneska palmani sem Pierre býr stundum til hérna hjá okkur. Í eftirrétt var svo sætt baunamauk vafið inn í deig og djúpsteikt. Allt ákaflega ljúffengt.
Um daginn vorum við með smá partý með íslensku þema. Þannig var að mamma sendi okkur gommu af alls konar krásum svo við gætum leyft félögum okkar hérna að smakka íslenskan mat. Við elduðum hangikjöt með jafningi og kartöflum og öllu tilheyrandi. Svo vorum við með smá slátur, harðfisk, hákarl, brennivín, malt, appelsín og tópas. Hangikjötið rann voða ljúft ofan í fólkið og ég held að ef Pierre kæmi til Íslands þá væri það bara fyrir maltið og appelsínið..hehe.. Í það heila mæltist þetta vel fyrir þar til kom að hákarlspartinum. Fólkið lét sig samt hafa tvo skammta og brennivín með. Það var samt tekið fram þegar okkur var boðið í japanska kvöldverðinn að hákarlinn mætti alveg vera heima :p
Síðasta föstudag þá var síðasti föstudagshittingurinn þessa önnina. Upp á það var haldið með strandpartýi og var grillað og dansað fram eftir nóttu. Sumir fóru í sundföt og tóku sundsprett í firðinum og enn aðrir fóru ekki í sundföt og tóku samt sundsprett í firðinum. Við vorum líka með varðeld og huggulegheit. Sólin skein glatt allan tímann og mér tókst meira að segja að brenna í framan (takið eftir því) í heimskautamiðnætursólinni.
Kveðja,
Ragga
Mesta stressið þessa dagana hjá mér er að undirbúa sýnin mín fyrir sendingu til Amríku en það er kolólöglegt að senda sýni varðveitt í alkóhóli þangað yfirum. Bölvað vesen :/ en vonandi reddast það. Það versta í stöðunni væri sennilega að tollurinn myndi gera öll sýnin mín upptæk.. hmm.. þá fer ég nú bara heim grenjandi sko!
Olli er að njóta þess í botn að vera í fríi. Það er samt frekar skondið að daginn sem hann hætti þá byrjuðu vinnufélagar hans að vinna hérna fyrir utan Brakke 3. Ég fékk hann svo til að vinna aðeins fyrir mig í dag við að merkja sýnadollur. Annars er hann bara að sinna sýnum andlegu málefnum og hugsa um mótorhjól daginn út og inn. Nú eða þá reiðhjól.. Magnað alveg hreint.
Í gær fórum við í japanskan kvöldverð til Eri og Pekka. Eri hefur áður boðið okkur í japanskan kvöldverð og var gærkvöldið ekki síðra en fyrra skiptið. Við fengum karrýrétt, djúpsteikt grænmeti, shusi og e-ð sem minnti á hið rússneska palmani sem Pierre býr stundum til hérna hjá okkur. Í eftirrétt var svo sætt baunamauk vafið inn í deig og djúpsteikt. Allt ákaflega ljúffengt.
Um daginn vorum við með smá partý með íslensku þema. Þannig var að mamma sendi okkur gommu af alls konar krásum svo við gætum leyft félögum okkar hérna að smakka íslenskan mat. Við elduðum hangikjöt með jafningi og kartöflum og öllu tilheyrandi. Svo vorum við með smá slátur, harðfisk, hákarl, brennivín, malt, appelsín og tópas. Hangikjötið rann voða ljúft ofan í fólkið og ég held að ef Pierre kæmi til Íslands þá væri það bara fyrir maltið og appelsínið..hehe.. Í það heila mæltist þetta vel fyrir þar til kom að hákarlspartinum. Fólkið lét sig samt hafa tvo skammta og brennivín með. Það var samt tekið fram þegar okkur var boðið í japanska kvöldverðinn að hákarlinn mætti alveg vera heima :p
Síðasta föstudag þá var síðasti föstudagshittingurinn þessa önnina. Upp á það var haldið með strandpartýi og var grillað og dansað fram eftir nóttu. Sumir fóru í sundföt og tóku sundsprett í firðinum og enn aðrir fóru ekki í sundföt og tóku samt sundsprett í firðinum. Við vorum líka með varðeld og huggulegheit. Sólin skein glatt allan tímann og mér tókst meira að segja að brenna í framan (takið eftir því) í heimskautamiðnætursólinni.
Kveðja,
Ragga
mandag 4. juni 2007
Ég setti inn link á myndasíðu sem einn af starfsmönnum UNIS heldur úti. Ótrúlega skemmtilegar myndir frá ferðum nútíma heimskautahetju. Myndasíðuna má sjá hér
Abonner på:
Innlegg (Atom)