søndag 26. august 2007

Rigning

Það er nokkuð ljóst að enginn verður svikinn af haustrigningunum hérna í Tromö. Það kemur skúr á hverjum degi enda virðist það vera í tísku að ganga í gúmmístígvélum.

Annars gengur allt bara nokkuð vel, Ragga í skólanum og ég að vinna. Ég er að vinna sem pípari í nokkrum blokkum sem er verið að byggja hér á eyjunni. Það er svo sem ágætt en kannski ekki alveg mitt fag. En þar sem það vantar mjög mikið af pípulagningarmönnum er ágætt að leika einn slíkan. Ég á reyndar í smá erfiðleikum við að halda í við samstarfsmenn mína en ástæðan fyrir því er nú sennilega sú að þeir eru búnir að leggja í fimmtíu eins íbúðir síðasta hálfa árið og því nokkuð vanir efninu og handtökunum. En ég ætti nú að ná því að verða nokkuð góður, það er ef ég vinn áfram hjá þeim, því að við eigum eftir að leggja í aðrar sjötíu íbúðir af sömu gerð.

Ég fer á hjóli í vinnuna, ágætu DBS fjallahjóli sem ég keypti um daginn. Það er mjög fínt að hjóla í vinnuna, það tekur um fimmtán mínótur og er nánast bara niður á við eða jafnslétta. En eins og gefur að skilja er heldur erfiðara að hjóla heim, allt á fótinn. Við búum sem sagt á toppnum á Tromseyju. Þannig að sennilega íhugar maður bílakaup þegar líður á veturinn og snjórinn og myrkrið kemur. Það er verst hvað bílar eru hrikalega dýrir hérna. Við hjóluðum einn hring á bílasölu um daginn og það ódýrasta sem við fundum var tuttugu ára gömul Toyota Corolla sem var aðeins keyrð 260.000km á krónur 160.000 íslenskar.....ég hef oft hent betir bílum en þessum heima á íslandi.

Hér á Luleåveiginum gengur allt ágætlega. Við uppgvötvuðum að við höfum bæði geymslu og loftvarnarbyrgi í kjallaranum. Við vorum búin að taka eftir skilti sem á stóð "Tilfluktsrom" og vísaði niður í kjallara. Þar er stór stálhurð á stóru herbergi sem maður getur flúið inn í ef Pútin sendir kjarnorkureður af stað frá Murmansk. Við gúggluðum þessi "Tilfluktsrom" og komumst að því að það eru rými fyrir 2,6 miljónir mann í svona byrgjum í Noregi. Þau voru flest byggð frá stríðslokum og fram til 1990. Ég hef nú grun um að mörg þeirra séu orðin að geymslum núna, það er allavegna raunin hér.

Læt þetta nægja í bili.
Kveðja Olgeir

mandag 20. august 2007

Er það ekki bara.. á maður ekki bara að söðla um og verða ljóðskáld :p

You Should Be a Poet

You have a way with words... and a talent for drawing the pure emotions out of experiences.
Your poetry has the potential to make people laugh and cry at the same time. You just need to write it!

søndag 19. august 2007

Hjólaæði

Það er mest lítið að frétta frá okkur. Skólinn er byrjaður og námskeiðin um það bil að taka yfir líf mitt. Olli gengur bara vel í vinnunni og allt gott um það að segja.

Við ákváðum að fjárfesta í hjólum og erum búin að vera að prufa þau um helgina. Hérna rétt fyrir aftan húsið sem við búum í eru hjólastígar sem ná yfir eyjuna þvera og endilanga. Þessir sömu stígar breytast reyndar í gönguskíðabrautir þegar fer að snjóa. Þá er spurning hvort maður skiptir yfir og fær sér gönguskíði. Það yrði fróðlegt í meira lagi þar sem ég hef bara einu sinni farið á skíði á ævinni. Ég var 9 ára og það varði í 15 mínútur. Glorious alveg hreint ha..

Kveðja,
Ragga

lørdag 11. august 2007

Tromsö

Við erum komin aftur til Tromsö eftir afar stutt stopp á Íslandi. Það var samt mjög gott að hitta aðeins fjölskylduna þótt það hafi bara verið nokkrir klukkutímar sem við fengum saman.

Við komum til Tromsö seinni partinn á fimmtudaginn og fórum þá beint á gistiheimilið hans Raymond. Ég sofnaði strax enda höfðum við verið 30 tíma á ferðalagi. Í gær fór ég svo og náði í lyklana að íbúðinni á meðan Olli fór í atvinnuviðtal. Íbúðin er mjög fín með útsýni út á sjó sem og til fjalla. Hún er 35 fermetrar, tveggja herbergja og með húsgögnum. Það eina sem hægt væri að setja út á hana er að í bakgarðinum er RISA stór spennistöð og geðveikrahæli, en það er svo sem bara hressandi.

Olli fær svo að vita á mánudaginn hvort hann fái vinnuna. Fyrirtækið heitir EnergiProsject og sér um leggja allar hugsanlegar lagnir; á íslensku væri sennilega talað um "heildar lausnir" eða eitthvað álíka.

Skólinn hjá mér byrjar svo á mánudaginn en fyrsti tíminn er ekki fyrr en á þriðjudag. Það verður æsispennandi að sjá hvernig það verður að taka kúrsa á norsku svo ekki sé meira sagt.

Kveðja,
Ragga

søndag 5. august 2007

Boston here we come..

Þá er þessu bara alveg að ljúka. Hver hefði trúað því hversu hratt tíminn hérna hefur liðið. Ég fékk protocolið til að virka og er það mjög jákvætt en svo verð ég að halda þessu áfram í Tromso og klára vinnsluna á sýnunum þar.

Nú á eftir tökum við rútuna til Boston þar sem við verðum fram á miðvikudag. Það verður ágætt að kúpla sig aðeins út úr vinnugírnum og bara rölta um göturnar og skoða sig um.

Kveðjur,
Ragga

onsdag 1. august 2007

Bílar

Mig hefur alltaf langað örlítið í eindrifa pallbíl. Þá helst Ford Ranger eða Chevrolet S-10. Þetta er sennilega einfaldasta uppbygging af bíl sem hægt er að fá nú á dögum. Afturdrifs, beinskipt, langstæð vél og einföld innrétting. Svo er svo askoti þæginlegt að hafa svona pall ef maður þarf að grípa með sér hásingu eða gírkassa.
Ég hef alltaf skoðað þessa bíla vel og vandlega þegar þeir hafa komið á sölur á Íslandi en aldrei látið verða af því að kaupa eða prófa. Það er sagt að þeir séu vonlausir í snjó og hálku en það má nú redda slíku, þar að auki alltaf gaman að smá veseni. Þetta eru bílar sem ætti að vera hægt að koma mun lengra en fólksbíl enda töluvert hærri og á sterkari undirvagni. Eyðsla ætti heldur ekki að vera svo mikil þar sem þeir eru eindrifa og frekar vélarlitlir af Ameríkana að vera.

Það er mikið af þessum bílum hér. Virðas vera vinsælir sem bílar hjá ungum strákum. Enda eru þetta í raun bara hálfir bílar og hljóta því að vera á hálfu verði.
Sportbílar eins og Chevrolet Corvetta virðast aftur á móti nær eingöngu vera vinsælir hjá körlum yfir sextugu. Ögn skondið það.

Annars er ekkert að frétta hér. Sennilega förum við til Boston á sunnudaginn og verðum þar í þrjár nætur áður en við förum (heim?) til Noregs.

Kveðja
Olgeir