Það er mest lítið að frétta frá okkur. Skólinn er byrjaður og námskeiðin um það bil að taka yfir líf mitt. Olli gengur bara vel í vinnunni og allt gott um það að segja.
Við ákváðum að fjárfesta í hjólum og erum búin að vera að prufa þau um helgina. Hérna rétt fyrir aftan húsið sem við búum í eru hjólastígar sem ná yfir eyjuna þvera og endilanga. Þessir sömu stígar breytast reyndar í gönguskíðabrautir þegar fer að snjóa. Þá er spurning hvort maður skiptir yfir og fær sér gönguskíði. Það yrði fróðlegt í meira lagi þar sem ég hef bara einu sinni farið á skíði á ævinni. Ég var 9 ára og það varði í 15 mínútur. Glorious alveg hreint ha..
Kveðja,
Ragga
Abonner på:
Legg inn kommentarer (Atom)
Ingen kommentarer:
Legg inn en kommentar