Í kvöld var mér boðið á möljeaften, ásamt tveimur úr vinnunni, hjá Brödrene Dahl sem er lagnaefnissala hér í Tromsö og reyndar Noregi öllum. En möljeaften er kvöld þar sem er borðaður soðinn þorskur, hrogn, lifur, gellur og kinnar. Þetta fer venjulega fram í janúar til mars og virðist vera einhverskonar hefð (það er að borða fiskinn, ekki að hittast í pípulagnabúð). Þetta var mjög fínn matur og ágætt að spjalla við sölumennina um rör enda erum við ágætlega stórir kúnnar.
Og meira vinnutengt. Í dag var fundur og farið yfir verkin og komandi verk. Meðal annars eru ágætar líkur á að þeir fá verk í Svea á Svalbarða í haust. Ég fékk nú bara vatn í munninn við tilhugsunina um að komast kannski aftur til Svea, í besta mötuneyti heims miðað við hnattstöðu (hef að vísu ekki prófað að borða á suðurskautinu, geri það við tækifæri). Þetta verk felst í því að byggja við hitakerfi fyrir námurnar, hitari upp á 1600kw og vifta sem blæs 7000m3/klst (eða var það ekki á klst) inn í námugöngin.
Ég veit nú ekkert hvort ég verð sendur en ég hefði ekkert á móti því. Ágætt að komast aðeins aftur í kolapeningana og upplifa Svalbarða um haust.
Hér er búið að vera í fréttum mál sem mér finnst athyglivert. Tveir menn hafa dáið af því að drekka rauðspritt sem inniheldur 80% ethanól. Það hefur verið mikið talað um þetta eitraða rauðspritt sem verslunin Bilthema selur og öll sala á því stöðvuð. Fréttamenn eru stöðugt að tala um hvernig standi á því að eitrað rauðspritt hafi komist í verslanir og varað við að drekka rauðspritt frá Bilthema. En þeir hafa ekki minnst einu orði á að það sé kannski óeðlilegt að drekka það. Ætli öll sala á smurolíu verði bönnuð ef ég drekk einn líter og lognast út af ?
Furðulegir þessir Norðmenn, humm Ákavíti eða rauðspritt, tek rauðsprittið í kvöld.
Síðasta sunnudag fórum við í smá bíltúr yfir á fastalandið, það er keyrðum yfir brúna og beygðum til vinstri. Nú vitum við að við getum keyrt í 45km áður en sá vegur endar. Þetta var falleg leið, smá þorp og sveitabæir sem meiga muna fífil sinn fegri. Það flottasta var að við sáum Haförn sitja upp í tré. Hann var reyndar akkurat við blindbeygju á veginum þannig að erfitt var að stoppa og taka mynd en Ragga náði þó að smella einni og svo sáum við hann fljúga, flott sýn það.
Nú er sumarskipulagið óðum að taka á sig mynd og mömmur okkar og pabbar búin að bóka gistingu í herbergi 108 í júlí. Það verður gaman. Núna verðum við að skipuleggja túra um nágrennið og fara í könnunarleiðangra.
Það er bókaútsala í Noregi þessa vikuna, það endaði náttúrlega með ósköpum eins og vennjulega þegar við komumst í bókabúðir. Það fer að verða dálítið mál að flytja heim (hafið samt engar áhyggjur, það er mun léttara að flytja bækurnar sem eru hér til Íslands heldur en öfugt, við komum aftur)
Læt þetta nægja í bili.
Kveðja Olgeir
torsdag 28. februar 2008
torsdag 21. februar 2008
tirsdag 19. februar 2008
KRAZ
Ef einhver hefur áhuga á Rússneskum (Sovéskum) trukkum þá er hér fín krækja á auglýsingar mynd um KRAZ trukka, sennilega mynd frá um 1980 eða rétt þar eftir. http://www.youtube.com/watch?v=KF_AeYIwnf8&feature=related
Annars sýnist mér Rússland vera málið ef maður vill fá að jeppast út í óspilltri náttúrinni, allavegana hægt að finna ansi mikið af drullumalls myndum þaðan á netinu.
Armar óheiðarlegra íslenskra fyrirtækja geta verið langir. Um daginn var ég að spjalla við finnskan smið sem er að vinna í blokkinni góðu. Hann hafði verið að vinna á Íslandi árið 2002 sem smiður. Hann vann hjá litlu fyrirtæki og var að byggja hús í Grafarholtinu og víðar. Allt í góðu með það hann fékk sitt kaup og launaseðla og fór ánægður til Finnlands. Núna í janúar fékk hann svo bréf frá skattinum í Reykjavík og rukkun upp á 4000 evrur sem var nánast meira en hann þénaði þennan tíma sem hann var á Íslandi. Þá kemur það í ljós að fyrirtækið sem hann vann fyrir hafði ekki borgað staðgreiðsluna, sem það dró af honum, til skattsins. Þar að auki fór svo fyritækið á hausinn rétt eftir að hann fór frá landinu. Núna 6 árum síðar fær hann svo rukkun fyrir skattinum með vöxtum og öllu tilheyrandi. Hann átti sem betur fer ennþá launaseðlana og sendi afrit af þeim til Íslands og núna vonar hann að þetta reddist.
Ég hélt nú að það ætti ekki að sækja svona til launþegans heldur fyrirtækisins eða forsvarsmanns þrotabúsins.
Ef einhver veit eitthvað um svona mál væri fínt að fá komment.
Við fórum á þorrablót Íslendingafélagsins á laugardaginn var. Það var ansi fínt og fínn þorramatur. Það hafði gengið ágætlega að fá matinn sendan til Tromsö og kannski sakaði ekki að Íslendingur vinnur í böggladeild póstsins hér. Við skemmtum okkur vel og fórum með þeim síðustu. Ég að vísu áttaði mig á því þegar ég kom heim að ég hafði drukkið í það minnsta fimm kaffibolla með pönnukökunum sem voru eftir matinn (var á bíl) og sofnaði því ekki fyrr en undir morgun.
Læt þetta nægja í bili.
Kveðja Olgeir
Annars sýnist mér Rússland vera málið ef maður vill fá að jeppast út í óspilltri náttúrinni, allavegana hægt að finna ansi mikið af drullumalls myndum þaðan á netinu.
Armar óheiðarlegra íslenskra fyrirtækja geta verið langir. Um daginn var ég að spjalla við finnskan smið sem er að vinna í blokkinni góðu. Hann hafði verið að vinna á Íslandi árið 2002 sem smiður. Hann vann hjá litlu fyrirtæki og var að byggja hús í Grafarholtinu og víðar. Allt í góðu með það hann fékk sitt kaup og launaseðla og fór ánægður til Finnlands. Núna í janúar fékk hann svo bréf frá skattinum í Reykjavík og rukkun upp á 4000 evrur sem var nánast meira en hann þénaði þennan tíma sem hann var á Íslandi. Þá kemur það í ljós að fyrirtækið sem hann vann fyrir hafði ekki borgað staðgreiðsluna, sem það dró af honum, til skattsins. Þar að auki fór svo fyritækið á hausinn rétt eftir að hann fór frá landinu. Núna 6 árum síðar fær hann svo rukkun fyrir skattinum með vöxtum og öllu tilheyrandi. Hann átti sem betur fer ennþá launaseðlana og sendi afrit af þeim til Íslands og núna vonar hann að þetta reddist.
Ég hélt nú að það ætti ekki að sækja svona til launþegans heldur fyrirtækisins eða forsvarsmanns þrotabúsins.
Ef einhver veit eitthvað um svona mál væri fínt að fá komment.
Við fórum á þorrablót Íslendingafélagsins á laugardaginn var. Það var ansi fínt og fínn þorramatur. Það hafði gengið ágætlega að fá matinn sendan til Tromsö og kannski sakaði ekki að Íslendingur vinnur í böggladeild póstsins hér. Við skemmtum okkur vel og fórum með þeim síðustu. Ég að vísu áttaði mig á því þegar ég kom heim að ég hafði drukkið í það minnsta fimm kaffibolla með pönnukökunum sem voru eftir matinn (var á bíl) og sofnaði því ekki fyrr en undir morgun.
Læt þetta nægja í bili.
Kveðja Olgeir
fredag 15. februar 2008
Skammdegisóyndi
Vegna fjölda áskorana (eða þúst.. ein frá Hauki) þá kemur hér ofurlítið blogg með helstu fréttum.
Það snjóar og snjóar. Myrkrið hopar og ég sá sólina um daginn. Ég sé hana nú ekki á hverjum degi enda er það nú bara lúxus. Við gerðum tilraun til að rífa okkur upp úr skammdegisþunglyndinu síðasta föstudag og fórum í heljarinnar partý með varðeldi og öllu tilheyrandi. Þar hittum við marga Svalbarða og voru endurfundirnir mjög skemmtilegir. Hausverkurinn daginn eftir var ekki eins skemmtilegur og held ég hreinlega að ég hafi ekki upplifað annað eins síðan 17. maí síðastliðinn.
Í gær fór ég að horfa á smá rokk og ról, en Animal Alpha var með tónleika á Driv. Driv er stúdentabar/samkomuhús bæjarins. Tónleikarnir voru mjög hressilegir og ekki skemmdi fyrir að bjórinn er á stúdentaprís.
Á morgun er svo þorrablót Hrafnaflóka sem er Íslendigafélagið í Tromsö. Við mætum að sjálfsögðu galvösk á það enda má ekki vanmeta áhrif alkóhóls á meint skammdegisóyndi. Við erum því vel marineruð hérna á hjara veraldar, skál fyrir því.
Kveðja,
Ragga
Það snjóar og snjóar. Myrkrið hopar og ég sá sólina um daginn. Ég sé hana nú ekki á hverjum degi enda er það nú bara lúxus. Við gerðum tilraun til að rífa okkur upp úr skammdegisþunglyndinu síðasta föstudag og fórum í heljarinnar partý með varðeldi og öllu tilheyrandi. Þar hittum við marga Svalbarða og voru endurfundirnir mjög skemmtilegir. Hausverkurinn daginn eftir var ekki eins skemmtilegur og held ég hreinlega að ég hafi ekki upplifað annað eins síðan 17. maí síðastliðinn.
Í gær fór ég að horfa á smá rokk og ról, en Animal Alpha var með tónleika á Driv. Driv er stúdentabar/samkomuhús bæjarins. Tónleikarnir voru mjög hressilegir og ekki skemmdi fyrir að bjórinn er á stúdentaprís.
Á morgun er svo þorrablót Hrafnaflóka sem er Íslendigafélagið í Tromsö. Við mætum að sjálfsögðu galvösk á það enda má ekki vanmeta áhrif alkóhóls á meint skammdegisóyndi. Við erum því vel marineruð hérna á hjara veraldar, skál fyrir því.
Kveðja,
Ragga
Abonner på:
Innlegg (Atom)