fredag 15. februar 2008

Skammdegisóyndi

Vegna fjölda áskorana (eða þúst.. ein frá Hauki) þá kemur hér ofurlítið blogg með helstu fréttum.

Það snjóar og snjóar. Myrkrið hopar og ég sá sólina um daginn. Ég sé hana nú ekki á hverjum degi enda er það nú bara lúxus. Við gerðum tilraun til að rífa okkur upp úr skammdegisþunglyndinu síðasta föstudag og fórum í heljarinnar partý með varðeldi og öllu tilheyrandi. Þar hittum við marga Svalbarða og voru endurfundirnir mjög skemmtilegir. Hausverkurinn daginn eftir var ekki eins skemmtilegur og held ég hreinlega að ég hafi ekki upplifað annað eins síðan 17. maí síðastliðinn.

Í gær fór ég að horfa á smá rokk og ról, en Animal Alpha var með tónleika á Driv. Driv er stúdentabar/samkomuhús bæjarins. Tónleikarnir voru mjög hressilegir og ekki skemmdi fyrir að bjórinn er á stúdentaprís.

Á morgun er svo þorrablót Hrafnaflóka sem er Íslendigafélagið í Tromsö. Við mætum að sjálfsögðu galvösk á það enda má ekki vanmeta áhrif alkóhóls á meint skammdegisóyndi. Við erum því vel marineruð hérna á hjara veraldar, skál fyrir því.

Kveðja,
Ragga

Ingen kommentarer: