søndag 29. juni 2008

Júní og myndir

Jæja það er best að gefa örlítil lífsteikn frá sér. Hér í Tromsö gengur allt sinn vana gang. Ragga er í Umeå í Svíþjóð og ég er hér í Tromsö. Ég hef svosem mest eytt tímanum í að vinna enda eiga öll verk að klárast fyrir sumarfrí. Blokkin mín er á nokkuð góðu róli, en sama er ekki að segja um hótel og veitingastað sem fyrirtækið er með í að byggja þannig að ég og fleirri höfum verið sendir þangað flest kvöld og laugardaga.
Á morgun er síðasti vinnudagurinn minn fyrir sumarfrí. 1. júlí verður svo eytt í að þrífa íbúðina hátt og lágt. 2. júlí koma svo mamma og pabbi í heimsókn. 3. júlí keyrum við svo beinustu leið til Kiruna í Svíþjóð þar sem Ragga kemur á móti okkur með lest. Eyðum svolitlum tíma þar og keyrum svo eitthvað um Lappland inn í Finnland og svo heim til Tromsö.
Um miðjan júlí koma svo tengdó í heimsókn og þá verður að sjálfsögðu eitthvað rúntað líka, ef Volvóinn samþykkir það.
En jæja nú er kominn tími á kaffi og hjólatúr.

Kveðja Olgeir

P.s. Ég setti nokkrar júní myndir inn á myndasíðuna.

lørdag 14. juni 2008

Svithjod baby!

Tha er eg komin til Svithjodar, nanar tiltekid Umeå. Eda reyndar er eg ekki i Umeå heldur adeins fyrir utan.. eins og venjulega. Her er sumar og sol og allt voda graent sem er skemmtileg tilbreyting. Ferdalagid hingad tok mig alveg heila 3 daga thar sem ferdir hittust ekkert serlega vel a. Olli keyrdi mig til Narvikur a sunnudaginn sidasta og thar var eg i eina nott. Thadan tok eg lest til Umeå. Su ferd tok um 10 tima. Eg gisti sidan eina nott i Umeå og siddegis daginn eftir hitti eg svo samnemendur mina og vorum vid öll sott a flugvöllinn i Umeå.

Lestarferdin var nokkud skemmtileg og var gaman ad sja landslagid breytast eftir thvi sem nedar dro og vid faerdumst naer Eystrasaltinu. Thar sem vid forum yfir landamaerin var snjor vidast hvar og einnig var um 10 cm snjor i Kiruna, sem er nyrsta borg Svithjodar. I Kiruna eru their ad faera midbaeinn eins og hann leggur sig, thar sem namurnar eru farnar ad na honum og hann stendur thvi a verdaetu landi.

Ha det godt!
kv
Ragga