søndag 29. juni 2008

Júní og myndir

Jæja það er best að gefa örlítil lífsteikn frá sér. Hér í Tromsö gengur allt sinn vana gang. Ragga er í Umeå í Svíþjóð og ég er hér í Tromsö. Ég hef svosem mest eytt tímanum í að vinna enda eiga öll verk að klárast fyrir sumarfrí. Blokkin mín er á nokkuð góðu róli, en sama er ekki að segja um hótel og veitingastað sem fyrirtækið er með í að byggja þannig að ég og fleirri höfum verið sendir þangað flest kvöld og laugardaga.
Á morgun er síðasti vinnudagurinn minn fyrir sumarfrí. 1. júlí verður svo eytt í að þrífa íbúðina hátt og lágt. 2. júlí koma svo mamma og pabbi í heimsókn. 3. júlí keyrum við svo beinustu leið til Kiruna í Svíþjóð þar sem Ragga kemur á móti okkur með lest. Eyðum svolitlum tíma þar og keyrum svo eitthvað um Lappland inn í Finnland og svo heim til Tromsö.
Um miðjan júlí koma svo tengdó í heimsókn og þá verður að sjálfsögðu eitthvað rúntað líka, ef Volvóinn samþykkir það.
En jæja nú er kominn tími á kaffi og hjólatúr.

Kveðja Olgeir

P.s. Ég setti nokkrar júní myndir inn á myndasíðuna.

Ingen kommentarer: