torsdag 21. august 2008

Svalbarði

Ég skrepp upp á Svalbarða á mánudaginn kemur, þarf að tengja einn miðstöðvarofn í Svea. Ofninn er að vísu 1,4MW og við hann tengd vifta sem blæs 70000m3 á klukkustund. Þetta á að taka viku það sem ég á að gera, vona að það standist. Annars er ekki svo slæmt að tefjast ögn í Svea, fínt mötuneyti þar. Þetta er sem sagt viðbótar upphitun fyrir kolanámurnar í Svea sem við erum að græja.

Fyrst minnst er á Svalbarða þá var þessi lipri ísbjörn á ferðinni þar í gær.

Annars er allt gott að frétta héðan. Síðustu kvöld hafa farið töluvert í að horfa á ÓL. Norska sjónvarpið stendur sig ágætlega í að sýna frá skemmtilegu íþróttunum, það er skotfimi, hjólreiðum og fleiru.

Kv. Olgeir

1 kommentar:

Haukur sa...

Skemmtu þér vel á Svalbarða. Ég er búinn að vera í sumarfríi síðan ólympíuleikarnir byrjuðu og ég verð að segja eins og er að val íþróttafréttamann hérlendis er að mestu bundið við boltaíþróttir. Það er nánast sama hvar bolti skoppar, þá er þeir mættir á staðinn. Ég hef ekki séð minnst á neinar skemmtilegar greinar í dagskráryfirliti fyrir leikana.