fredag 21. mars 2008

Að flauta fyrir horn

Volvoinn er svo stoltur þegar hann fær að beygja til vinstri að hann flautar. Hann tók upp á þessu í fyrradag. Það verður að játast að þetta getur verið pínulítið bagalegt á stundum en venst eins og allt annað.

Kv. Olgeir

2 kommentarer:

Anonym sa...

Án þess að hafa séð þennan glæsivagn þá held ég að þér sé í lófa lagt að flytja þessa rennireið með þér heim þegar til þess kemur. Ég er allaveganna kominn á þá skoðunn að hún sé sniðinn að þér eins og þessi breska var. Svo verður þú að fá þér hatt áður en þú skellir henni í fyrsta gírinn í Seyðisfirði.
kv Sævar

Ragga og Olli á Svalbarða, Connecticut, Tromsö eða hvar sem helst sa...

Sæll
Já, rétt er það. Maður er óðum að tengjast honum tryggðarböndum. Enda sérlega umhverfisvænn bíll ef miðað er við lífaldur og ekki skemmir uppruninn, sjálft alþýðulýðveldið Svíþjóð.
Kv. Olgeir