søndag 16. mars 2008

Smur

Ég lét smyrja Vollann í vikunni sem leið. Það er svo sem ekki frásögufærandi nema að því leiti að þetta er í fyrsta skipti á æfi minni sem ég kaupi út vinnu við olíuskipti. Hingað til hef ég alltaf gert þetta sjálfur. Ég hef alltaf vitað að ég græddi töluvert á því að gera þetta sjálfur en nú sé ég að ég hef stórgrætt á því. Miðað við verðið sem ég borgaði og lauslega verðkönnun í uppáhalds varahlutaverslun minni, Bilthema, sé ég að ég hefði geta keypt: olíu, síu, tjakk, búkka og regngalla, til að skríða undir bílinn í slabbinu, fyrir innan við heilminginn af verðinu. Já og maður hefði svo sem alveg látið sig hafa það að skríða undir Vollann í nýja regngallanum fyrir afganginn, mun betri laun en í daglega amstrinu í það minnsta.

Hér eru farin að sjást vormerki. Maður er aðeins farinn að heyra í máfunum við sjóinn og reiðhjól eru að byrja að riðja skíðunum úr sportbúðunum. Veðrið í síðustu viku gaf smá von um vor, með sól og smá hita. Nú er hinsvegar komin snjókoma aftur og allt að færast í sama horf eftir þíðuna.

Læt þetta nægja í bili
Kv. Olgeir

Ingen kommentarer: