tirsdag 19. juni 2007

Með

túpu af kavíar og pakka af hrökkbrauði er maður fær í flestan sjó. Fljótlegt gott og næringarríkt.

Það er helst að frétta að við erum komin með íbúð í Tromsö. Þetta er vonandi fín íbúð, heilir 35 fermetrar, tvö herbergi, eldhús á stærð við meðal hraunsprungu og bað. Þetta er stúdenta íbúð þannig að hún er með húsgögnum og helstu tækjum. Við erum ánægð með þetta því að flest á almenna markaðinum eru kjallarar og ekki með húsgögnum, nema maður fari í háar fjárhæðir eða langt frá háskólanum. Stúdentagarðurinn heitir Storskogåsen og er við Luleåvegen. Hér er hægt að sjá gagnvirkt kort af Tromsö. Hægt er að leita eftir heimilisfangi. Þið lendið sirka á réttum stað með að nota Luleåvegen númer 15.

Annars er lítið að frétta. Ég er búinn að vera að berja saman bréf til að sækja um vinnur, það tekur alltaf töluverðan tíma að skrifa rétt á norsku en hefst þó. Ég er líka byrjaður að pakka í kassa til að gera klárt til að senda til Tromsö. Það eru ekki nema tæpir sex dagar eftir, hérna á Svalbarða, hjá okkur.

Hér í Longyearbyen er á ferðinni gamall Bens, svona tuttuguogfimmára gamall haugur sem má muna fífil sinn fegri. Þessum bíl aka guttar sem eru sennilega ný komnir með prófið og stoppa því ekki á rúntinum. Sennilega er bæði biluð handbremsa og startari í þessum bíl. Ég hef séð til þeirra í tvígang þar sem þeir koma keyrandi, stoppa, einn hendist út og setur ýmist stein eða gamlan tjakk fyrir hjól svo bíllinn renni ekki. Og ekki er hægt að drepa á.
Þessir taktar minntu mig aftur á annað. Fyrir nokkrum árum vorum ég, Reynir og Elvar á rúntinum á gamalli Toyotu Crown sem Reynir átti. Við tókum einn sunnudags eftirmiðdag í smá spól í miðbæ Reykjavíkur. Það fór þannig fram að Reynir keyrði og ég og Elvar sátum í aftursætinu vopnaðir sitthvorum hálfslítersbrúsanum af sjálfskiptivökva. Við keyrðum hægt og rólega Austurstrætið, stoppuðum á miðri götunni, ég og Elvar opnuðum afturhurðirnar og sprautuðum slatta af sjálfskiptivökva á afturdekkinn á meðan Reynir stóð bremsur og bensín í botni. Úr þessu varð ansi myndarlegur reykur yfir miðborg Reykjavíkur. Það er vert að taka það fram að sjálfskiptivökvatrikkið var eina leiðin til að fá Toyotubrakið til að spóla.

En látum þetta nægja í bili.

Kveðja Olgeir

3 kommentarer:

Anonym sa...

Það hefði kannski verið ráð á þessum tíma að færa Elvar framar í bílinn til að létta á afturdekkjunum?

kv. Haukur

Anonym sa...

Hehe jà.
Mig minnir ad vid høfum thurft ad stìga ùt og taka adeins undir brettaskàlarnar til ad fà hann til ad spòla. Thetta var sjàlfskipt og kraftlaust.
Kv. Olgeir

Anonym sa...

Sæl Ragga mín og Olli minn! (ég er auðvitað farin að þekkja Olla í gegnum þessa síðu, þrátt fyrir að hafa barið piltinn augum aðeins einu sinni!)

Það er alltaf jafn gaman að lesa fréttir frá ykkur, alltaf nóg að gerast :) Mig langar svo að senda þér mail Ragga, viltu senda mér netfangið þitt á hilgudjo@khi.is

Hafið það gott og njótið síðustu stundanna á Svalbarða! Kveðja frá Hólmavík, Hildur (sem er alltaf heima núna :)