Heitir það ekki að vera andlaus þegar andi til skrifta kemur ekki yfir mann. Á daginn þegar ég er að leggja mis skemmtileg rör þá er ég yfirleitt búinn að semja þrusu fín og fyndin blogg í huganum. En þegar heim er komið er hausinn galtómur og ég hef ekki nokkra löngun til bloggskrifta.
Annars er allt gott að frétta hér. Gengur allt svona ágætlega. Mikið að gera hjá Röggu í skólanum og hamagangur hjá mér í vinnunni. Samt höfum við nú aðeins getað kannað umhverfið hér í grendinni. Síðasta laugardag fengum við okkur hjólatúr út á Kvalöy í fínu veðri. Þess má geta að þetta var fyrsti regnlausi dagurinn í mjög langan tíma. Kvalöy er falleg og stærri en það að maður nái að skoða hana á hjóli á skömmum tíma. Við þurfum að kíkja á hana betur þegar við verðum orðin bílvædd.
Einnig erum við að uppgvötva verslunarkjarna hér og þar með heldur lægra verði en í smábúðunum hér í grendinni. En það verður að játast að það er helvíti dýrt að borða hérna, töluvert dýrarara en á Íslandi þótt það slái nú ekki Svalbarða við.
Í gærkvöldi fórum við í heimsókn til forsprakka Íslendingafélagsins Hrafnaflóka sem er hér í Tromsö. Það var fínt að geta spjallað aðeins og fræðst um ýmislegt. Ágæt tilbreyting að spjalla á Íslensku, maður er hálf fatlaður í norskunni ennþá, nær ekki öllum bröndurum þó maður skilji nú töluvert. (En það kemur nú ekki að sök því að Norðmenn eru nú ekkert mikið í bröndurunum)
Annað kvöld erum við á leið í grill hjá NFH (Norges fiskeri höyskole, held að það sé skrifað svona). Það verður ábyggilega fínt. Svo verð ég vonandi ekki að vinna á laugardaginn þannig að þá er spurning um að kíkja á Pólarsafnið sem við rákumst á um síðustu helgi. En meira um það síðar.
Kveðja
Olgeir
Abonner på:
Legg inn kommentarer (Atom)
Ingen kommentarer:
Legg inn en kommentar