Þá er þessum sjótúr lokið. Við fórum út á mánudagsmorguninn og komum aftur í land á miðvikudagskvöldið, sem sagt hálfgerður örtúr. Ágætis túr samt, eða bara svona eins og sjótúrar eru að jafnaði. Við fengum fínt veður framan af en svo fór að blása um það leyti sem við vorum að snúa heim. Skipið heitir Johan Ruud og er í minni kantinum eða svona rétt minni en Bjarni Sæm. Þessi skip eru nú öll voða svipuð þannig lagað séð og eiginlega áhafnirnar líka hehe. Þetta eru allt sömu týpurnar, kokkarnir eru eins, bátsmennirnir eru eins, hásetarnir eru eins og svo framvegis. Einnig eru brandararnir svipaðir og alltaf eru það kokkarnir sem mest grín er gert að.
Í þessum kúrsi sem fór í þennan túr þá erum við bara 3 nemendur og höfðum við með okkur 3 kennara, heila áhöfn og skip. Ekki slæmt það hehe.
Í næstu viku fer ég svo aftur í annan felt kúrs. Þá verður farið að Takvatni og gist í hyttu þar við. Það verður eflaust gaman og ágætis tilbreyting að fara í ferskvatnsfelt en ekki alltaf þessa endalausu sjótúra.
Skólinn er orðinn geðveikur og það er allt of mikið að gera. Í öllum kúrsum eru verkefni komin á fullt sving og ég veit ekki hvað. Sýnin mín komu líka öll í einu í gær til Tromsö. Einn sýnapakkinn kom flugleiðina frá USA og tveir sýnapakkar komu sjóleiðina frá Svalbarða með Jan Mayen. Ég hef auðvitað engan tíma til að sinna þeim í bili þannig að þau fara bara upp í hillu.
Olli fer í ferð með vinnunni sinni á föstudaginn og verður fram á laugardag. Þeir fara yfir til Sommeröy og svamla þar í heitum potti (sem er kallaður badestamp á norsku hehe) og snæða dýrinds steikur.
Annars bara jám.. bleh.. set kannski inn myndir úr túrnum.
kv
Ragga
Abonner på:
Legg inn kommentarer (Atom)
Ingen kommentarer:
Legg inn en kommentar