søndag 26. oktober 2008

Vetrartími

Þá er búið að skipta yfir á vetratíma. Græddum við því aftur þennan klukkutíma sem tekinn var af okkur í vor. Meira hringlið með þetta alltaf hreint. Þrátt fyrir að dagatalið segi að hér sé kominn vetur, þá vottar ekkert mikið fyrir honum úti við. Hitastigið er búið að vera um 8 gráður og ekkert svo mikil rigning einu sinni. Það er reyndar farið að rökkva strax upp úr 3 á daginn (í gær var það reyndar um 4..hahah.. svindlarar!) og þess vegna mætti alveg koma smá snjór að lýsa upp umhverfið.

Annars ekkert títt. Nú er ein og hálf vika í vörnina og prófið, og ég er alveg fáránlega pollróleg yfir þessu. Skil ekkert í mér, ætli það sé ekki bara ástandið.

Ha det godt,
kv
Ragga

Ingen kommentarer: