onsdag 24. januar 2007

Íslendingar á Svalbarða

Ég fór í hesthúsið á Svalbarða áðan. Þar búa 5 íslenskir hestar sem eru komnir aðeins til ára sinna :p Sá yngsti er fæddur 1985 en sá elsti 82. Eigandi þeirra er staddur á Suðurskautinu um þessar mundir og fékk 2 stúdenta til að sjá um hrossin. Ég slóst í för með annarri sem fór og gaf og setti inn áðan. Þetta eru einu hestarnir á Svalbarða því það er búið að banna innflutning á hrossum hingað. Það stefnir því í að þetta verði síðustu hestarnir hérna.

Hitinn hefur hækkað töluvert síðasta sólahringinn og nú er bara yndælisveður :D 0° og logn. Það hefur líka snjóað töluvert svo við festum bílinn þegar við fórum í hesthúsið.. en það var bara stuð.

Ég komst að því áðan að bandaríski fótbrotni ljósmyndarinn sem býr með okkur stefnir á að gefa út bók um menningarsamfélög við Norður Íshafið. Hún fékk e-n brjálaðan styrk til að gera það sem hana langaði - svo lengi sem það var utan USA. Hún er búin að eyða nokkrum mánuðum á Grænlandi og á ísbrjót úti fyrir norður Kanada. Hún verður hérna á Svalbarða að vinna við marflær fram til apríl og fer þá til Síberíu að vinna fyrir e-n leikstjóra. Áður en hún tók sér þetta fyrir hendur þá var hún í Kína að læra sögu.. eða e-ð álíka.

Á leiðinni heim úr skólanum kom ég við í skinnavörubúinni. Þar er hægt að kaupa bjarnarfeldi (bæði ísbjarna og brúnbjarna) á um 130.000 isk með haus og klóm og öllum pakkanum. Einnig er hægt að kaupa allar mögulegar og ómögulegar flíkur úr selskinni. Þar er líka hægt að fá innfluttar kýrhúðir og Ecco skó.. :p

Jæja.. best að fara og athuga hvort það sé frosið í sturtunni :D
kv
Ragga

7 kommentarer:

Anonym sa...

Hæhæ
Jey ég á fyrsta commentið á síðunni :)
Geggjað að skella sér bara til Svalbarða - Góða skemmtun og hlakka til að fylgjast með þér hérna ;)

Anonym sa...

Til hamingju með glæsilegt bloggið!
Ég verð fastagestur og hlakka til að heyra sögur ykkar heimskautafaranna!

Anonym sa...

En hvernig fótbrotnaði bandaríski ljósmyndarinn?!?

Annars býð ég ykkur bara velkomin í vefheima ;)

Brúðkaup2008 sa...

Hej þið ..
vá .. aldrei sá ég þettaf fyrir mér .. Olgeir á Svalbarða .. mig langar á Svalbarða .. er nokkuð mál fyrir mig að skutlast í heimsókn .. hehe .. En já vona þá Olgeir að þú sért með ágætan bíl í allar þessar ofurferðir ..
Kom smá nokkur snjókorn hérna í Danaveldi í fyrradag .. er svona samt að mestu allt horfið .. bara skyldi eftir rosa kulda .. það er ROSA kulda .. alveg mínus 3-5 stig :P .. En hvað eru þið að gera þarna .. sá að Ragga er í skóla .. hvað er Olgeir að gera ? .. greinilega ekki rétt það sem mig dreymdi um daginn .. dreymdi neffla að þið Ragga áttuð von á barni :S .. ég er greinilega ekki berdreymin .. kannski líka nóg bara að Heimir sé að fjölga sér .. sjáum hvernig það heppnast fyrst .. hehe ..
En já gaman að sjá að þið eruð á Svalbarða, þokkalega á ég eftir að fylgjast með ykkur hérna ..
Kveðja í bili
Ingunn Elfa í Danaveldi

Anonym sa...

Til hamingju með bloggið, frábært að geta fylgst með ykkur ;-). Er að sanka að mér kjaftasögum af klakanum til að senda þér...Gangi ykkur vel ;-)

Ragga og Olli á Svalbarða, Connecticut, Tromsö eða hvar sem helst sa...

Bandariski fotbrotni ljosmyndarinn fotbrotnaid i Skotlandi i stiga.. allt mjog edlilegt..

Anonym sa...

Hæ Ingunn og langt síðan ég hef heyrt í þér. Jújú allt getur gerst, ég sleit naflastrenginn sem sagt hætti hjá O.R. En ég fór nú ekkert langt frá upprunanum í atvinnuleit og er að leggja vatnslagnir hérna á Svalbarða núna :)
Kveðja Olgeir