Í gær fór frostið upp í -3°c og það var eins og það væri komið vor, heilmingurinn af húfunum í vasan og hvað eina. En þetta var svolítil nýbreytni frá því í fyrradag, en þá upplifði ég það að sultardropi sem lak af nefi mínu var frosinn áður enn hann lenti.
En já ég er sem sagt byrjaður í vinnu hérna, fékk vinnu hjá fyrirtæki sem heitir Spitsbergn VVS AS og leggur allar hugsanlegar lagnir, heitt, kalt og notað. Þessa þrjá daga, sem ég er búinn að vera í vinnunni, hef ég verið að leggja vatns og skolplagnir að gömlum naustum sem á að breyta í íbúðir. Já og fyrir þá sem hafa áhuga á lögnum þá er skolpið lagt í einangruðum rörum sem eru þannig útbúin að inn í einangrunni er lítið rör sem dreginn er í hitakapall sem heldur svo hita á öllu jukkinu, allt árið, því að hér er jú sífreri (permafrost).
En já svo er það annað, þetta er mjög erfitt umhverfi fyrir mann eins og mig, hér í Longyearbyen eru um 1900 íbúar en 3000 vélsleðar þannig að það er ekki laust við gamlar dellur vakni. Það eru alstaðar vélsleðar og allir frekar nýjir og flottir.
En jæja, ætli það sé ekki best að fara bæta á orkuforðann og elda nautahakk....flutt inn ferskt frá Brasilíu.
Kveðja Olgeir
Abonner på:
Legg inn kommentarer (Atom)
Ingen kommentarer:
Legg inn en kommentar