tirsdag 30. januar 2007

Ryk

Það væri nú kannski alveg hægt leggja á sig smá kolaryk fyrir 11 miljónir íkr. á ári, fría íbúð og frí aðra hvora viku. Það er sem semsagt verið að óska eftir verkamönnum í kolanámurnar hér og árslaunin eru ekki undir miljón nkr. Það væri nú alveg hægt að lifa á þeim launum. Þetta skýrir kannski alla nýju vélsleðana og bílana sem eru hér, margir ekkert af verri endanum miðað við land með vegakerfi upp á heila 50km.

Ég hef það svolítið á tilfinningunni að lengi vel hafi öll hús hér verið byggð með bráðabirgða brag og í vinnubúða stíl. Margt hálf lélegt. En mér sýnist nú að það sé að breytast og menn farnir að framkvæma til framtíðar.
Hér er flest allt byggt úr tré og öll hús byggð á staurum sem eru reknir, eða borað fyrir, um 12m niður í sífrerann.

Ég sótti um leyfi til að kaupa riffil í gær, vona að ég fái góða og snögga meðferð hjá norskum yfirvöldum, svo maður geti farið að fara í göngutúra með hækkandi sól. Já, og ætli maður ,,neyðist" ekki til að kaupa vélsleða svo Ragga geti haldið áfram að æfa sig fyrir komandi feltferðir :)

Ég fékk vinnuveitanda minn til að sækja um áfengis-kaupa-kort fyrir mig áðan, þannig er það nefnilega að bjór og sterkt er skammtað, kassi og tvær flöskur á mánuði og leyfið háð því að fólk sé í vinnu. Hins vegar getur maður keypt ótakmarkað af rauð og hvítvíni. Þetta eru víst einhverjar gamlar reglur frá því að þetta var eingöngu samfélag námuverkamanna, bjór og sterkt var þeirra drykkur... það náttúrulega hvarflaði ekki að neinum að þeir drykkju hugsanlega léttvín, það var eingöngu fyrir yfirmenn. Og þess ber að geta í þessu samhengi að verkamennirnir bjuggu hér í Nybyen en yfirmennirnir niðri í bæ, nauðsynlegt að hafa svona 2-3km á milli svo að ekki yrði óæskileg blöndun.

Kveðja Olgeir

2 kommentarer:

Gissur sa...

Riffill, vélsleði, kassi af bjór og tvær sterkar er örugglega mjög athyglisverð blanda. Eins gott að armur laganna nái ekki langt út fyrir bæinn. Takið með ykkur stórt slökkvitæki sem þið reyrið með kaðal yfir vélarhlífina, þá gætuð þið sloppið sem ósakhæf.

Annars líst mér vel á að þið fáið ykkur vélsleða, nógur snjór fram á sumar og auðveldara að sleppa frá ísbjörnunum.

Takk fyrir afmælisgjöfina til Kirstenar, sólarkortið mjög fróðlegt. Er eitthvað farið að birta?

Kveðja,
Gissur

Anonym sa...

Hæ Olli og Ragga. Vildi bara kvitta fyrir mig. Það er voðalega gaman að lesa bloggin ykkar, þið skiptið þessu samviskusamlega á milli ykkar ;);) Keep up the good work!