fredag 13. juli 2007

Daglegt líf í Groton

Olli setti inn myndir áðan frá hjólatúrnum sem hann fór í dag til Mystic. Það er lítill bær hérna rétt hjá (um 10 km austar) sem hefur það fram yfir Groton að hafa miðbæ. Endilega kíkja á það. Ég þarf svo að taka með mér myndavél á labbann svo ég geti sýnt ykkur hvað ég er að bardúsa á daginn. Það er kannski ekki alveg jafn spennandi og það sem Olli er að gera en nógu spennandi samt..fyrir suma :p

Í gær fórum við í bíó að sjá Harry Potter myndina nýju. Hún var bara ágæt þótt bókin sé auðvitað mikið skemmtilegri. Annars var að smá upplifun að fara í amrískt bíó. Á undan voru auglýsingar eins og gengur og gerist nema hérna voru auglýsingar frá flug- og sjóhernum þar sem hernaður var látinn líta út fyrir að vera ótrúlega ævintýralegur og skemmtilegur. Merkilegt.. sér staklega þar sem við allar opinberar byggingar er flaggað í hálfa stöng heilu vikurnar vegna hermanna sem hafa látist í Írak nýlega.

Svo eru það afmælistilkynningarnar... nóg af þeim þessa dagana.

Í gær (11.) átti Hanna Sigga móðursystir afmæli og í dag (12.) á Elva Pallakona (hvað kallast svona fjölskyldutengsl?) afmæli.

Til hamingju með það :)

Á morgun er svo aðalafmælið þ.e. mitt :D

Kveðja,
Ragga

2 kommentarer:

Anonym sa...

Sæl Ragga mín, í dag er 13. júlí og hver á afmæli í dag? ÞÚ!

Innilegar hamingjuóskir með daginn!
Steini og Ágústa

Anonym sa...

Takk takk :)