Hérna gengur lífið sinn vanagang.
Í dag er mígandi rigning með tilheyrandi þrumum og eldingum. Það er gott. Þrumurnar eru ansi kraftmiklar hér. Meðal annars sló niður eldingu milli skólahúsanna, þar sem Ragga er, í morgun. Það var víst ansi hressilegur hvellur, eða af styrkleikanum ,,ég hélt ég fengi hjartaáfall" að sögn Röggu.
En rigningin er góð og fékk ég mér fínan hjólatúr í henni í morgun enda var regngallinn með í för og rétt að nýta hann.
En best að segja aðeins frá síðustu dögum.
Á föstudagskvöldið fórum við til New London og röltum aðeins um þar. Þar var einhverslags bæjarhátíð með tilheyrandi mannfjölda, sölubásum og leiktækjum. Í raun er ekkert meira að segja um það.
Á laugardeginum fórum við í grillveislu til Lísu. Þetta var í raun afmæli fyrir Röggu. Við mættum um tvö leytið en það virðist vera tíminn sem fólk byrjar á svona veislum. Við grilluðum hamborgara og pulsur, átum osta og drukkum amerískan bjór sem er reyndar óþarflega skyldur vatni á bragðið. Þetta fór fram í garðinum við íbúðina hennar Lísu í úrvals veðri. Eftir grillið röltum við svo öll út í garð sem er hér rétt hjá og fylgdumst með flugeldasýningu. Sýningunni var skotið upp af prömmum á ánni sem er á milli Groton og New London. Þetta var mjög flott sýning og stóð í um hálftíma. Eftir þetta var svo farið til baka í veisluna og afmæliskaka borðuð.
Þetta var orðin frekar langur dagur og við vorum feigin að komast heim í restina.
Á sunnudeginum var Ragga að vinna en ég fékk mér hjólatúr um nágrennið. Meðal annars hjólaði ég meðfram kafbátasmiðjunni sem er hér í bænum. Sú smiðja er enginn smá smíði, ég hugsa að vegalengdin sem ég hjólaði framhjá girðingunni hafi verið um 2km. Ég tók engar myndir af þessu fyrirbæri þar sem girðingin var þétt setin skiltum sem gáfu það til kynna að maður yrði skotinn, hengdur og flengdur ef maður svo mikið sem sýndi sig með myndavél. Einnig hjólaði ég út að kafbátaherstöðinni sem er hér, en hún er svona í stærri kantinum. Þar var lítið að sjá því að allt er að sjálfsögðu innan girðinga.
Og svo líður bara vikan. Ragga í skólanum og ég í hjólatúr. Það er ágætis garður eða friðað svæði svona í hálftíma hjólafjarlægð héðan. Þar er fullt af ágætlega krefjandi, þröngum skógarstígum sem er gaman að hjóla. Ég reyndar fór aðeins yfir þolmörk hjólsins í gær sem endaði með að það slitnaði teinn í afturgjörð, enda voru átökin ágæt. Nú þarf maður að fara aðeins blíðlegar með það til að það endist manni sem farartæki. Já og að maður geti skilað því í nothæfu ástandi.
Ég læt þetta nægja í bili. Ég set inn nokkrar myndir.
Kveðja Olgeir
Abonner på:
Legg inn kommentarer (Atom)
3 kommentarer:
Hæ hæ :) Ég ætlaði að skilja eftir mig smá spor einu sinni :) Gott að heyra að það er allt gott að frétta og til hamingju með afmælið um daginn Ragga mín :) bestu kveðjur Hrafnhildur
Gaman ad heyra fra ther :) Hvar elur thu manninn um thessar mundir?
Sömuleiðis! :) Ég er í sumarfríi heima á klakanum :) erum svo að fara að klára síðasta árið okkar í Danmörku (eða hver veit:) Við vonandi hittumst einhverntíman í nánustu framtíð, sama hvar það verður :)
Legg inn en kommentar