Ég setti inn nokkrar myndir, látum gæðin liggja milli hluta.
Annars er allt fremur tíðinda lítið. Á meðan Ragga er í skólanum hjóla ég um bæinn og nærliggjandi sveitir. Keypti mér fína kortabók, svona til að rata heim og svo er ég með reiðhjól í láni. Það er enginn græja, en virkar ágætlega eftir örlitla aðlögunar meðferð með eins dollars skiptilykli. Hér er ágætt að hjóla, frekkar slétt allt saman. Verst að maður þarf stundum að vera á götunum þar sem ekki er mikið um stíga eða stéttir en það er tekið ágætis tillit til manns.
Kveðja Olgeir
Abonner på:
Legg inn kommentarer (Atom)
Ingen kommentarer:
Legg inn en kommentar