Það er nokkuð ljóst að enginn verður svikinn af haustrigningunum hérna í Tromö. Það kemur skúr á hverjum degi enda virðist það vera í tísku að ganga í gúmmístígvélum.
Annars gengur allt bara nokkuð vel, Ragga í skólanum og ég að vinna. Ég er að vinna sem pípari í nokkrum blokkum sem er verið að byggja hér á eyjunni. Það er svo sem ágætt en kannski ekki alveg mitt fag. En þar sem það vantar mjög mikið af pípulagningarmönnum er ágætt að leika einn slíkan. Ég á reyndar í smá erfiðleikum við að halda í við samstarfsmenn mína en ástæðan fyrir því er nú sennilega sú að þeir eru búnir að leggja í fimmtíu eins íbúðir síðasta hálfa árið og því nokkuð vanir efninu og handtökunum. En ég ætti nú að ná því að verða nokkuð góður, það er ef ég vinn áfram hjá þeim, því að við eigum eftir að leggja í aðrar sjötíu íbúðir af sömu gerð.
Ég fer á hjóli í vinnuna, ágætu DBS fjallahjóli sem ég keypti um daginn. Það er mjög fínt að hjóla í vinnuna, það tekur um fimmtán mínótur og er nánast bara niður á við eða jafnslétta. En eins og gefur að skilja er heldur erfiðara að hjóla heim, allt á fótinn. Við búum sem sagt á toppnum á Tromseyju. Þannig að sennilega íhugar maður bílakaup þegar líður á veturinn og snjórinn og myrkrið kemur. Það er verst hvað bílar eru hrikalega dýrir hérna. Við hjóluðum einn hring á bílasölu um daginn og það ódýrasta sem við fundum var tuttugu ára gömul Toyota Corolla sem var aðeins keyrð 260.000km á krónur 160.000 íslenskar.....ég hef oft hent betir bílum en þessum heima á íslandi.
Hér á Luleåveiginum gengur allt ágætlega. Við uppgvötvuðum að við höfum bæði geymslu og loftvarnarbyrgi í kjallaranum. Við vorum búin að taka eftir skilti sem á stóð "Tilfluktsrom" og vísaði niður í kjallara. Þar er stór stálhurð á stóru herbergi sem maður getur flúið inn í ef Pútin sendir kjarnorkureður af stað frá Murmansk. Við gúggluðum þessi "Tilfluktsrom" og komumst að því að það eru rými fyrir 2,6 miljónir mann í svona byrgjum í Noregi. Þau voru flest byggð frá stríðslokum og fram til 1990. Ég hef nú grun um að mörg þeirra séu orðin að geymslum núna, það er allavegna raunin hér.
Læt þetta nægja í bili.
Kveðja Olgeir
Abonner på:
Legg inn kommentarer (Atom)
6 kommentarer:
Bíl schmíl. Er enginn strætó í bænum?
hehe.. stræto er svo leeeeeengi :/ annars erum vid gedveikt hjolavædd nuna :D
Ég heiti Sævar og ég er með tilbod fyrir ykkur. Ég skal selja ykkur bíl, honum mun fylgja farmiði í Norrænu og nagladekk. svaka góður díll (og bíll)
Sævar
Sæl Ragga mín, sá að þú kvittaðir fyrir komu þinni á barnalandi svo auðvitað varð ég að kíkja hvað væri að frétta af þér. Veit ekki hvað ég var lengi að leita af gestabók á síðunni ykkar Olla, en loks ákvað ég bara að kvitta fyrir komu minni hér :) Það er betra en ekkert! Gott að sjá að allt er gott að frétta, bið að heilsa í bili... kv. Erla
Gaman að sjá þig hérna Erla :) Ertu nokkuð með netfang/msn eða slíkt svo ég geti nú heyrt í þér betur?? Þú getur haft samband við mig á ragnhildurg@gmail.com
Kv.
Ragga
Já, þetta með bílana er flókið mál.
Ég á nú nokkra heima á Íslandi, hef hugleitt að koma með eins og einn. En einhverja hluta vegna varð ekki úr því í sumar að ná í bíl. Þá fór maður að hugsa um að taka hann með sér eftir jólafrí en ég er svo huglaus að ég hef takmarkaðan áhuga að keyra upp allan norður-Noreg í janúar byrjun í myrkri og snjó.
En díllinn, hjá þér Sævar, er góður :)
Kv. Olgeir
Legg inn en kommentar