onsdag 31. oktober 2007

Skattmann

Norska kerfið er kannski ekki sem verst. Í gær frétti ég að fyrir nóvember mánuð borgar maður bara hálfan skatt af laununum sínum. Ekki sem verst það. Og svo skemmtilega ,, vill til" að við þurfum að vinna töluvert mikla yfirvinnu í nóvember. Þetta er víst einskonar jólagjöf frá ríkinu, en Norðmenn segja að þetta sé svo þeir hafi efni á jólagjöfunum.

Ragga er að að fara að halda fyrirlestur á norsku á morgun, smá stress ,, men det går bra"

Í dag er haldið upp á Halloween (eða ,,halló vín" á góðri íslensku) hér í Noregi og því allt morandi í krökkum í allskyns búningum.

Annars er bara allt gott að frétta héðan.

Kveðja Olgeir

Ingen kommentarer: