tirsdag 9. oktober 2007

Veturinn genginn í garð

Þá er fyrsti snjórinn kominn eins og spáin gerði ráð fyrir. Þegar við vöknuðum í morgun þá var þetta útsýnið:
Seinni partinn hafði snjómagnið aðeins minnkað en ekki mikið..kannski aðallega blásið til:

Það verður gaman að sjá hvort þessi fyrsti snjór fari eitthvað eða hvort það bæti bara í. Hann virðist í það minnsta ekkert vera á undanhaldi í augnablikinu þar sem það hefur gengið á með éljagangi í allan dag.

Heppilegt að Ollinn setti vollann á vetradekk í gær.. :p En það verður lítið hjólerí úr þessu :/

Kveðja,
Ragga og Olli

1 kommentar:

Anonym sa...

Mig langar í snjó! :( Ég er ennþá bara í flíspeysunni minni en þarf að fara að leggja söndulunum í bili :)
Alltaf gaman að líta við hjá ykkur hérna :)
Bestu kveðjur frá baunalandinu, Hrafnhildur :)