Í kvöld var mér boðið á möljeaften, ásamt tveimur úr vinnunni, hjá Brödrene Dahl sem er lagnaefnissala hér í Tromsö og reyndar Noregi öllum. En möljeaften er kvöld þar sem er borðaður soðinn þorskur, hrogn, lifur, gellur og kinnar. Þetta fer venjulega fram í janúar til mars og virðist vera einhverskonar hefð (það er að borða fiskinn, ekki að hittast í pípulagnabúð). Þetta var mjög fínn matur og ágætt að spjalla við sölumennina um rör enda erum við ágætlega stórir kúnnar.
Og meira vinnutengt. Í dag var fundur og farið yfir verkin og komandi verk. Meðal annars eru ágætar líkur á að þeir fá verk í Svea á Svalbarða í haust. Ég fékk nú bara vatn í munninn við tilhugsunina um að komast kannski aftur til Svea, í besta mötuneyti heims miðað við hnattstöðu (hef að vísu ekki prófað að borða á suðurskautinu, geri það við tækifæri). Þetta verk felst í því að byggja við hitakerfi fyrir námurnar, hitari upp á 1600kw og vifta sem blæs 7000m3/klst (eða var það ekki á klst) inn í námugöngin.
Ég veit nú ekkert hvort ég verð sendur en ég hefði ekkert á móti því. Ágætt að komast aðeins aftur í kolapeningana og upplifa Svalbarða um haust.
Hér er búið að vera í fréttum mál sem mér finnst athyglivert. Tveir menn hafa dáið af því að drekka rauðspritt sem inniheldur 80% ethanól. Það hefur verið mikið talað um þetta eitraða rauðspritt sem verslunin Bilthema selur og öll sala á því stöðvuð. Fréttamenn eru stöðugt að tala um hvernig standi á því að eitrað rauðspritt hafi komist í verslanir og varað við að drekka rauðspritt frá Bilthema. En þeir hafa ekki minnst einu orði á að það sé kannski óeðlilegt að drekka það. Ætli öll sala á smurolíu verði bönnuð ef ég drekk einn líter og lognast út af ?
Furðulegir þessir Norðmenn, humm Ákavíti eða rauðspritt, tek rauðsprittið í kvöld.
Síðasta sunnudag fórum við í smá bíltúr yfir á fastalandið, það er keyrðum yfir brúna og beygðum til vinstri. Nú vitum við að við getum keyrt í 45km áður en sá vegur endar. Þetta var falleg leið, smá þorp og sveitabæir sem meiga muna fífil sinn fegri. Það flottasta var að við sáum Haförn sitja upp í tré. Hann var reyndar akkurat við blindbeygju á veginum þannig að erfitt var að stoppa og taka mynd en Ragga náði þó að smella einni og svo sáum við hann fljúga, flott sýn það.
Nú er sumarskipulagið óðum að taka á sig mynd og mömmur okkar og pabbar búin að bóka gistingu í herbergi 108 í júlí. Það verður gaman. Núna verðum við að skipuleggja túra um nágrennið og fara í könnunarleiðangra.
Það er bókaútsala í Noregi þessa vikuna, það endaði náttúrlega með ósköpum eins og vennjulega þegar við komumst í bókabúðir. Það fer að verða dálítið mál að flytja heim (hafið samt engar áhyggjur, það er mun léttara að flytja bækurnar sem eru hér til Íslands heldur en öfugt, við komum aftur)
Læt þetta nægja í bili.
Kveðja Olgeir
Abonner på:
Legg inn kommentarer (Atom)
4 kommentarer:
Ég verð að segja að það er býsna magnað að skoða landakort alltaf í 1:1. það eru til praktískari leiðir til að komast að því hversu langt vegir liggja. En eins og við vitum öll er skemmtilegra að skoða þetta í 1:1.
Annars er bensín orðið svo dýrt hér í Hafnarfirði að maður skoðar heiminn bara gegnum google earth og vefmynfavélar.
Iss bensín, eins og þú veist þá framleiðir B230A næstum bensín. En líterinn kostar 13,4 nkr núna. Ef við reiknum það yfir í íslenskar krónur, á núverandi gengi, þá er það u.þ.b. 167 íkr. Að sama skapi er afskaplega hagstætt að reikna launin yfir íslenskar krónur núna :)
Kv. Olgeir
Ég var nú að spá í hvort það gæti nokkuð verið að fyrri eigandi Vollans hefi unnið í norður Úkraínu 26.apríl 1986? ég var nefnilega að skoða myndir af honum þar sem stóð að það festi aldri snjó á honum. Hvernig er það hlánar líka á undan honum þegar þið komið brunandi um sveitir Noregs?
Annars var ég að prófa soldið sem ég er alveg húkkt á núna. það er að telja upp öll nöfn sem manni dettur í hug á fimm mínútum, ég hef mest komist í 62 en ætla að æfa mig betur
http://www.justsayhi.com/bb/view2/countries
ekki etanól sem er venjulegt alkó´hól heldur metanól sem er tréspíri,var í rauðsprittinu las ég.
Legg inn en kommentar