tirsdag 4. mars 2008

Finlandia

Á laugardaginn fórum við í smá bíltúr. Upphaflega ætluðum við bara að keyra í Nordkjosbotnen sem er lítlill bær í um 50km fjarlægð. Þegar þangað var komið vorum við og Vollinn í svo góðu stuði að við ákváðum að bæta 100km við og keyra til Finnlands. Til að koma sér austur til Finnlands keyrir maður upp Skibotndalen sem er ansi fallegur og er maður kominn í 545m.y.s. er maður kemur að landamærum Finnlands. Skibotndalen er frekar merkilegur því þar lá mikilvæg flutningsleið til Rússlands í fyrrastríði. Reyndar var þar mikið eldri verslunarleið frá ströndinni og inn í landið, alveg niður til finnska bæjarins Tornio sem er við Eystrasaltsbotn. Það verður spennandi að keyra þarna í sumar og fara þá heldur lengra inn í Finnland og yfir til Svíþjóðar, svona svo að Volvoinn geti vitjað átthaganna.

Og ögn af Finnum. Það eru ansi margir Finnar að vinna í blokkinni góðu. Dálítið skondið hvað þeir eru viljugri að spjalla þegar þeir fatta að ég er ekki Norðmaður og þá skipta þeir úr ensku yfir í skandinavísku.

Pólski píparinn sem á að vera að vinna með mér hallaði sér of harkalega að flöskunni og fótbrotnaði á fimmtudaginn var. Ég er búinn að heyra ansi margar sögur af því hvað kom fyrir, allt frá leggbroti og mánaðar fjarveru niður í tábrot og viku fjarveru. Einnig er ég búinn að heyra þrjár útgáfur af því hvað kom fyrir. Fótbolti var fyrsta skýringinn, önnur var sparkaði í vegg á fylliríi og sú þriðja, var að ganga niður tröppur. Veit ekki hvort að þetta tengist því eitthvað en ég eyddi eftirmiðdeginum í að skrúfa niður gifsklæðningu úr loftinu á bílageymslunni, þar virðast rörin hafa verið lögð með hugarorkunni einnisaman. Í kvöld fékk ég svo þýskan pípara í lið með mér og í fyrramálið á ég að fá einn sænskann.

Læt þetta nægja í bili.
Kveðja Olgeir

2 kommentarer:

Anonym sa...

hmm, nafnið á færslunni. Var það tilgangur ferðarinnar? Nei ég bara spyr svona eins og kjáni :)

kv Sævar

Anonym sa...

Hehehe, nei það var nú ekki tilgangurinn. En þetta er algeng áfengis og kjöt flutninga leið. Eini gallinn er að maður þarf að panta vörurnar hjá ,,grensehandler" og sækja þær á ákveðnum tíma á laugardögum. Mikið stunduð iðja hjá norður-norðmönnum :)

Kv. Olgeir