Rússnesk þyrla fórst á þyrluvellinum í Barentsburg á Svalbarða í dag. Níu voru um borð í henni, þrír dóu.
Ég man eftir þessari þyrlu á ferðinni á Svalbarða.
Þetta er sorglegt áfall fyrir Rússana á Svalbarða, enda hafa flugslys á Svalbarða tekið alltof mörg mannslíf frá þeim.
Hér er krækja á fréttina.
Kv. Olgeir
søndag 30. mars 2008
Svik og prettir
Í morgun vaknaði ég sæll og glaður, hæfilega snemma miðað við sunnudagsmorgun, eða klukkan 10:00. Fór á fætur, helti upp á kaffi, las ögn og kveikti svo á tölvunni. Þá sá ég að eitthvað var skrýtið, það var nánast komið hádegi. Það rann upp fyrir mér að helvítin höfðu breytt klukkunni í nótt og nú er kominn sumartími. Mér er búið að líða í dag eins og ég hafi verið svikinn, dagurinn skyndilega styttur en þetta jafnast víst út í haust. Reyndar finnst mér þessi tímabreyting hálf asnaleg, sérstaklega hér á norðurslóðum þar sem er dimmt hálft árið og bjart hinn heilminginn. Mér heyrist á sumum Norðmönnum að þetta pirri þá ögn þrátt fyrir að vera í menningunni, óþarfa hringl.
Annars er lítið að frétta. Það hefur snjóað síðustu daga en nú er hitinn að stíga og á jafnvel að rigna næstu daga. Ég vona að það gangi eftir og snjórinn fari að minnka því mig er farið að langa að komast í hjólatúr.
Fleira var það ekki.
Kv. Olgeir
Annars er lítið að frétta. Það hefur snjóað síðustu daga en nú er hitinn að stíga og á jafnvel að rigna næstu daga. Ég vona að það gangi eftir og snjórinn fari að minnka því mig er farið að langa að komast í hjólatúr.
Fleira var það ekki.
Kv. Olgeir
onsdag 26. mars 2008
mandag 24. mars 2008
Páskar
Jæja, nú eru þessir páskarnir nánast liðnir. Þetta voru fínustu páskar, fallegt veður og mikil rólegheit. Bærinn var nánast tómur yfir hátíðarnar og allt lokað, á mörgum stöðum var einnig lokað miðvikudaginn fyrir páska og lang flest lokað á laugardaginn. Þetta gerði allt mjög rólegt og þar að auki voru flestir bæjarbúar í ferðalögum. Ég held verslunartími á Íslandi sé orðin alltof langur. Vissulega er þæginlegt að geta farið út í búð alltaf allt árið, en það er líka allt í lagi gera þær kröfur til fólks að það geti birgt sig upp til tveggja daga. Það kemur svo skemmtileg ró yfir allt þegar allt er lokað.
Núna þarf maður að mæta aftur í vinnuna á morgun. Aldrei þessu vant hef ég enga löngun til að fara í vinnuna. Gegnum árin hefur mér fundist ágætt að mæta eftir frí, þó það hafi ekki verið annað en tilhlökkun til mötuneytis OR. Maður getur þó huggað sig við það að núna er tíminn sumar meginn við páska.
Kveðja
Olgeir
Núna þarf maður að mæta aftur í vinnuna á morgun. Aldrei þessu vant hef ég enga löngun til að fara í vinnuna. Gegnum árin hefur mér fundist ágætt að mæta eftir frí, þó það hafi ekki verið annað en tilhlökkun til mötuneytis OR. Maður getur þó huggað sig við það að núna er tíminn sumar meginn við páska.
Kveðja
Olgeir
fredag 21. mars 2008
Að flauta fyrir horn
Volvoinn er svo stoltur þegar hann fær að beygja til vinstri að hann flautar. Hann tók upp á þessu í fyrradag. Það verður að játast að þetta getur verið pínulítið bagalegt á stundum en venst eins og allt annað.
Kv. Olgeir
Kv. Olgeir
Myndir og mont
Það ótrúlega hefur gerst.. við settum inn myndir!
...
Um daginn sendi ég veggspjald á ASLO ráðstefnu sem haldin var á Florida nú í byrjun mars. Á þessari ráðstefnu, sem fjallar um allt sem viðkemur hafinu, voru um 4000 ráðstefnugestir og hefur hún aldrei verið fjölmennari. Þetta er svo sem ekki í frásögur færandi nema ég fékk verðlaun fyrir þetta ágæta veggspjald, eða sem sagt "Outstanding student award". Við vorum alls 20 sem fengu þessi verðlaun af 360 mögulegum kandídötum. Gaman að því.
Kveðja,
Ragga
...
Um daginn sendi ég veggspjald á ASLO ráðstefnu sem haldin var á Florida nú í byrjun mars. Á þessari ráðstefnu, sem fjallar um allt sem viðkemur hafinu, voru um 4000 ráðstefnugestir og hefur hún aldrei verið fjölmennari. Þetta er svo sem ekki í frásögur færandi nema ég fékk verðlaun fyrir þetta ágæta veggspjald, eða sem sagt "Outstanding student award". Við vorum alls 20 sem fengu þessi verðlaun af 360 mögulegum kandídötum. Gaman að því.
Kveðja,
Ragga
søndag 16. mars 2008
Smur
Ég lét smyrja Vollann í vikunni sem leið. Það er svo sem ekki frásögufærandi nema að því leiti að þetta er í fyrsta skipti á æfi minni sem ég kaupi út vinnu við olíuskipti. Hingað til hef ég alltaf gert þetta sjálfur. Ég hef alltaf vitað að ég græddi töluvert á því að gera þetta sjálfur en nú sé ég að ég hef stórgrætt á því. Miðað við verðið sem ég borgaði og lauslega verðkönnun í uppáhalds varahlutaverslun minni, Bilthema, sé ég að ég hefði geta keypt: olíu, síu, tjakk, búkka og regngalla, til að skríða undir bílinn í slabbinu, fyrir innan við heilminginn af verðinu. Já og maður hefði svo sem alveg látið sig hafa það að skríða undir Vollann í nýja regngallanum fyrir afganginn, mun betri laun en í daglega amstrinu í það minnsta.
Hér eru farin að sjást vormerki. Maður er aðeins farinn að heyra í máfunum við sjóinn og reiðhjól eru að byrja að riðja skíðunum úr sportbúðunum. Veðrið í síðustu viku gaf smá von um vor, með sól og smá hita. Nú er hinsvegar komin snjókoma aftur og allt að færast í sama horf eftir þíðuna.
Læt þetta nægja í bili
Kv. Olgeir
Hér eru farin að sjást vormerki. Maður er aðeins farinn að heyra í máfunum við sjóinn og reiðhjól eru að byrja að riðja skíðunum úr sportbúðunum. Veðrið í síðustu viku gaf smá von um vor, með sól og smá hita. Nú er hinsvegar komin snjókoma aftur og allt að færast í sama horf eftir þíðuna.
Læt þetta nægja í bili
Kv. Olgeir
tirsdag 4. mars 2008
Finlandia
Á laugardaginn fórum við í smá bíltúr. Upphaflega ætluðum við bara að keyra í Nordkjosbotnen sem er lítlill bær í um 50km fjarlægð. Þegar þangað var komið vorum við og Vollinn í svo góðu stuði að við ákváðum að bæta 100km við og keyra til Finnlands. Til að koma sér austur til Finnlands keyrir maður upp Skibotndalen sem er ansi fallegur og er maður kominn í 545m.y.s. er maður kemur að landamærum Finnlands. Skibotndalen er frekar merkilegur því þar lá mikilvæg flutningsleið til Rússlands í fyrrastríði. Reyndar var þar mikið eldri verslunarleið frá ströndinni og inn í landið, alveg niður til finnska bæjarins Tornio sem er við Eystrasaltsbotn. Það verður spennandi að keyra þarna í sumar og fara þá heldur lengra inn í Finnland og yfir til Svíþjóðar, svona svo að Volvoinn geti vitjað átthaganna.
Og ögn af Finnum. Það eru ansi margir Finnar að vinna í blokkinni góðu. Dálítið skondið hvað þeir eru viljugri að spjalla þegar þeir fatta að ég er ekki Norðmaður og þá skipta þeir úr ensku yfir í skandinavísku.
Pólski píparinn sem á að vera að vinna með mér hallaði sér of harkalega að flöskunni og fótbrotnaði á fimmtudaginn var. Ég er búinn að heyra ansi margar sögur af því hvað kom fyrir, allt frá leggbroti og mánaðar fjarveru niður í tábrot og viku fjarveru. Einnig er ég búinn að heyra þrjár útgáfur af því hvað kom fyrir. Fótbolti var fyrsta skýringinn, önnur var sparkaði í vegg á fylliríi og sú þriðja, var að ganga niður tröppur. Veit ekki hvort að þetta tengist því eitthvað en ég eyddi eftirmiðdeginum í að skrúfa niður gifsklæðningu úr loftinu á bílageymslunni, þar virðast rörin hafa verið lögð með hugarorkunni einnisaman. Í kvöld fékk ég svo þýskan pípara í lið með mér og í fyrramálið á ég að fá einn sænskann.
Læt þetta nægja í bili.
Kveðja Olgeir
Og ögn af Finnum. Það eru ansi margir Finnar að vinna í blokkinni góðu. Dálítið skondið hvað þeir eru viljugri að spjalla þegar þeir fatta að ég er ekki Norðmaður og þá skipta þeir úr ensku yfir í skandinavísku.
Pólski píparinn sem á að vera að vinna með mér hallaði sér of harkalega að flöskunni og fótbrotnaði á fimmtudaginn var. Ég er búinn að heyra ansi margar sögur af því hvað kom fyrir, allt frá leggbroti og mánaðar fjarveru niður í tábrot og viku fjarveru. Einnig er ég búinn að heyra þrjár útgáfur af því hvað kom fyrir. Fótbolti var fyrsta skýringinn, önnur var sparkaði í vegg á fylliríi og sú þriðja, var að ganga niður tröppur. Veit ekki hvort að þetta tengist því eitthvað en ég eyddi eftirmiðdeginum í að skrúfa niður gifsklæðningu úr loftinu á bílageymslunni, þar virðast rörin hafa verið lögð með hugarorkunni einnisaman. Í kvöld fékk ég svo þýskan pípara í lið með mér og í fyrramálið á ég að fá einn sænskann.
Læt þetta nægja í bili.
Kveðja Olgeir
Abonner på:
Innlegg (Atom)