søndag 30. mars 2008

Svik og prettir

Í morgun vaknaði ég sæll og glaður, hæfilega snemma miðað við sunnudagsmorgun, eða klukkan 10:00. Fór á fætur, helti upp á kaffi, las ögn og kveikti svo á tölvunni. Þá sá ég að eitthvað var skrýtið, það var nánast komið hádegi. Það rann upp fyrir mér að helvítin höfðu breytt klukkunni í nótt og nú er kominn sumartími. Mér er búið að líða í dag eins og ég hafi verið svikinn, dagurinn skyndilega styttur en þetta jafnast víst út í haust. Reyndar finnst mér þessi tímabreyting hálf asnaleg, sérstaklega hér á norðurslóðum þar sem er dimmt hálft árið og bjart hinn heilminginn. Mér heyrist á sumum Norðmönnum að þetta pirri þá ögn þrátt fyrir að vera í menningunni, óþarfa hringl.

Annars er lítið að frétta. Það hefur snjóað síðustu daga en nú er hitinn að stíga og á jafnvel að rigna næstu daga. Ég vona að það gangi eftir og snjórinn fari að minnka því mig er farið að langa að komast í hjólatúr.

Fleira var það ekki.
Kv. Olgeir

Ingen kommentarer: