Jæja, nú eru þessir páskarnir nánast liðnir. Þetta voru fínustu páskar, fallegt veður og mikil rólegheit. Bærinn var nánast tómur yfir hátíðarnar og allt lokað, á mörgum stöðum var einnig lokað miðvikudaginn fyrir páska og lang flest lokað á laugardaginn. Þetta gerði allt mjög rólegt og þar að auki voru flestir bæjarbúar í ferðalögum. Ég held verslunartími á Íslandi sé orðin alltof langur. Vissulega er þæginlegt að geta farið út í búð alltaf allt árið, en það er líka allt í lagi gera þær kröfur til fólks að það geti birgt sig upp til tveggja daga. Það kemur svo skemmtileg ró yfir allt þegar allt er lokað.
Núna þarf maður að mæta aftur í vinnuna á morgun. Aldrei þessu vant hef ég enga löngun til að fara í vinnuna. Gegnum árin hefur mér fundist ágætt að mæta eftir frí, þó það hafi ekki verið annað en tilhlökkun til mötuneytis OR. Maður getur þó huggað sig við það að núna er tíminn sumar meginn við páska.
Kveðja
Olgeir
Abonner på:
Legg inn kommentarer (Atom)
Ingen kommentarer:
Legg inn en kommentar