onsdag 3. september 2008

Haust

Þá eru haustrigningarnar byrjaðar og æ fleiri gul laufblöð eru sjánleg á hverjum degi. Ég tók eftir því seinni partinn að Tromsdalstindurinn var alhvítur niður í miðjar hlíðar. Það ætti nú ekki að öllu jöfnu að fara fram hjá manni á morgnana en sennilega er ég með hugann við eitthvað annað...

Olli er enn á Svalbarða og verður kannski fram yfir helgi. Hann á reyndar ekki pantað flug heim fyrr en 15. september (þökk sé hinum ofur skipulögðu og rökrétt þenkjandi yfirmönnum) en sennilega kemst hann samt heim fyrir þann tíma. Í versta falli yrði hann að húkka sér far með gámaflutningaskipi. Eða kannski ekki versta falli. Það er auðvitað mikið betra að ferðast með skipum heldur en flugvélum finnst mér.

Ha det godt,
Ragga

2 kommentarer:

Anonym sa...

Hei! Rakst á þetta blogg fyrir algjöra slysni :) verðum að fara að taka hádegiskaffi við tækifæri, bara búin að vera að vinna svo mikið og er sjaldan uppi í skóla. Þar næsta vika verður allt annað líf svo ég sendi þér líklega línu þá á feisbúkk :)

Ha de!

Kv. Saga

Anonym sa...

Já endilega, mér líst vel á það :) Ég er alltaf upp í skóla þessa dagana þannig að þú lætur mig bara vita hvenær þú ert laus :)

kv
Ragga